Svo leggjum við áherslu á þríraddaðan söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 08:00 Örn Eldjárn, Valeria Pozza og Ösp Eldjárn í sælunni á Seyðisfirði í síðasta mánuði þar sem þau héldu tónleika í Bláu kirkjunni. Stefano Pandoan „Við erum svona altmúligt-band. Bæði Örn og Valeria bregða sér í allra kvikinda líki, hann spilar á hvað sem er og hún er fiðluleikari en líka lagasmiður, söngkona og gítarleikari. Ég er hálf vandræðaleg í miðjunni og syng bara,“ segir Ösp Eldjárn glaðlega þegar forvitnast er um það sem fram undan er í Hannesarholti í kvöld. Þar kemur Ösp fram ásamt Erni, bróður sínum og Valeriu Pozzo. Systkinin eru að norðan en Pozzo frá Ítalíu. „Við erum öll að flytja eigin lagasmíðar í þessum túr. Örn brestur í söng og Valeria líka. Við röddum og spilum undir hvert hjá öðru, þannig að úr verður samhljómur,“ útlistar Ösp. En hvaða túr er hún að tala um? „Við vorum að koma að austan og norðan. Byrjuðum á Seyðisfirði, í tónleikaröðinni Bláu kirkjunni, það var mjög gaman. Svo fórum við á Havarí á Berufjarðarströnd, þar var líka ógurlega indælt. Enduðum svo túrinn á Kópaskeri, þar er menningarfélag sem kallar sig Flygilvini og fékk okkur til að koma. Það er mjög flottur flygill í Skjálftasafninu, í gamla grunnskólanum á Kópaskeri. Við héldum tónleika þar og það var fallegt og gaman að koma þangað.“ Hver skyldi svo hafa spilað á flygilinn fína? „Örn brá sér á flygilinn, það er fátt sem hann ekki getur. Svo erum við með ljósmyndara með okkur, sem heitir Stefano og er frá Feneyjum, hann er konsertmeistari og þegar hann sér flygil, sest hann niður og lætur okkur djamma eitthvað með sér.“ Ösp segir undirtektir hvarvetna hafa verið góðar. „Svo er lokahnykkurinn eftir, í Hannesarholti í kvöld. Ég hef ekki verið með tónleika þar áður en fylgdi tveimur enskum vinkonum þangað fyrir hálfum mánuði, þær sigldu frá Skotlandi yfir til Orkneyja, þaðan til Færeyja og svo til Íslands og héldu tónleika í Hannesarholti. Mér leist vel á salinn. Það er líka fallegt samstarf milli Hannesarholts og Kítón (Konur í tónlist) og gaman að vera með í þeirri tónleikaröð, sérstaklega af því meirihluti bandsins er konur.“ Efninu sem hópurinn flytur lýsir Ösp svo: „Það er þjóðlagaskotið – smá indí – með djasstvisti. Mín tónlist þykir draumkennd. Svo leggjum við áherslu á þríraddaðan söng. Þetta er alþýðustemning.“ Ösp hélt til Lundúna í tónlistarnám árið 2011 og kynntist þar Valeriu Pozzo. Þær hafa síðan starfað mikið saman, Valeria lék til dæmis á fiðlu og víólu á plötu Aspar, Tales from a Poplar Tree, sem var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. Spurð hvort Valeria Pozzo búi á Íslandi svarar Ösp: „Nei, Valeria býr í London, kom bara með okkur í þessa ferð og það var gaman. Ég vona að hún komi á hverju ári, það væri partur af sumrinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Sjá meira
„Við erum svona altmúligt-band. Bæði Örn og Valeria bregða sér í allra kvikinda líki, hann spilar á hvað sem er og hún er fiðluleikari en líka lagasmiður, söngkona og gítarleikari. Ég er hálf vandræðaleg í miðjunni og syng bara,“ segir Ösp Eldjárn glaðlega þegar forvitnast er um það sem fram undan er í Hannesarholti í kvöld. Þar kemur Ösp fram ásamt Erni, bróður sínum og Valeriu Pozzo. Systkinin eru að norðan en Pozzo frá Ítalíu. „Við erum öll að flytja eigin lagasmíðar í þessum túr. Örn brestur í söng og Valeria líka. Við röddum og spilum undir hvert hjá öðru, þannig að úr verður samhljómur,“ útlistar Ösp. En hvaða túr er hún að tala um? „Við vorum að koma að austan og norðan. Byrjuðum á Seyðisfirði, í tónleikaröðinni Bláu kirkjunni, það var mjög gaman. Svo fórum við á Havarí á Berufjarðarströnd, þar var líka ógurlega indælt. Enduðum svo túrinn á Kópaskeri, þar er menningarfélag sem kallar sig Flygilvini og fékk okkur til að koma. Það er mjög flottur flygill í Skjálftasafninu, í gamla grunnskólanum á Kópaskeri. Við héldum tónleika þar og það var fallegt og gaman að koma þangað.“ Hver skyldi svo hafa spilað á flygilinn fína? „Örn brá sér á flygilinn, það er fátt sem hann ekki getur. Svo erum við með ljósmyndara með okkur, sem heitir Stefano og er frá Feneyjum, hann er konsertmeistari og þegar hann sér flygil, sest hann niður og lætur okkur djamma eitthvað með sér.“ Ösp segir undirtektir hvarvetna hafa verið góðar. „Svo er lokahnykkurinn eftir, í Hannesarholti í kvöld. Ég hef ekki verið með tónleika þar áður en fylgdi tveimur enskum vinkonum þangað fyrir hálfum mánuði, þær sigldu frá Skotlandi yfir til Orkneyja, þaðan til Færeyja og svo til Íslands og héldu tónleika í Hannesarholti. Mér leist vel á salinn. Það er líka fallegt samstarf milli Hannesarholts og Kítón (Konur í tónlist) og gaman að vera með í þeirri tónleikaröð, sérstaklega af því meirihluti bandsins er konur.“ Efninu sem hópurinn flytur lýsir Ösp svo: „Það er þjóðlagaskotið – smá indí – með djasstvisti. Mín tónlist þykir draumkennd. Svo leggjum við áherslu á þríraddaðan söng. Þetta er alþýðustemning.“ Ösp hélt til Lundúna í tónlistarnám árið 2011 og kynntist þar Valeriu Pozzo. Þær hafa síðan starfað mikið saman, Valeria lék til dæmis á fiðlu og víólu á plötu Aspar, Tales from a Poplar Tree, sem var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 í flokki þjóðlagatónlistar. Spurð hvort Valeria Pozzo búi á Íslandi svarar Ösp: „Nei, Valeria býr í London, kom bara með okkur í þessa ferð og það var gaman. Ég vona að hún komi á hverju ári, það væri partur af sumrinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Sjá meira