Hætti á dvalarheimili eftir lyfjaþjófnað Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Frá Akranesi Vísir/GVA Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira