Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla, sinnir kennslu í skólanum í breyttri mynd þar til börnum á skólaaldri fjölgar á ný. Vísir/Stefán Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Finnbogastaðaskóli verður ekki starfræktur sem grunnskóli næsta skólaár. Skólinn var eini grunnskólinn í Árneshreppi. „Það er aðeins einn nemandi hér í hreppnum, tíu ára gömul telpa. Hún fer í skóla á Drangsnesi í næsta þorpi,“ segir Vigdís Grímsdóttir skólastjóri Finnbogastaðaskóla. „Á Drangsnesi getur hún sótt skóla með öðrum krökkum og fengið þá félagslegu örvun sem hún þarf,“ bætir hún við. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, sagði ekki fastákveðið að skólanum yrði lokað í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Vigdís segir hreppsnefndina alls ekki hafa lagt til að skólanum verði lokað. „Skólinn verður starfandi en í annarri mynd. Hann verður ekki starfræktur sem grunnskóli. Við ætlum hins vegar að bjóða upp á tvö námskeið fyrir krakka í nálægum sveitarfélögum. Sem koma þá hingað og læra. Hópur fólks er að fara að skipuleggja þetta starf nú strax eftir verslunarmannahelgi. Hvernig náminu verður háttað,“ segir Vigdís. Að sögn Vigdísar eru margar skemmtilegar og spennandi hugmyndir um rekstur skólans; starfsemin muni njóta styrks á vegum Brothættra byggða, samfélagseflandi verkefnis hjá Byggðastofnun. „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti. Það er ekkert á vonarvöl hér í hreppnum eins og sumir gætu haldið,“ segir Vigdís og vísar í deilur íbúa um Hvalárvirkjun. „Þvert á móti þróum við starf í skólanum sem gæti orðið spennandi og skemmtilegt. Krakkar úr Reykjavík gætu jafnvel komið á námskeið hingað og kynnst lífinu hér. Það er svo margt hægt að hugsa sér. Ég verð örugglega með námskeið í skapandi skrifum, bæði fyrir börn og fullorðna. Hér er ekkert að deyja, heldur hlutirnir að breytast,“ segir Vigdís. „Ef hingað flytur fólk með börn þá verður hefðbundinn grunnskóli aftur starfræktur. En þangað til leysum við málin á farsælan hátt,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira