Óli Kristjáns: Þurfum að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki Magnús Ellert Bjarnason skrifar 19. ágúst 2018 21:00 Ólafur á hliðarlínuni í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur að liði hans hafi ekki tekist að landa stigunum þrem í Árbæ í dag gegn Fylki. Leikurinn fór 1-1 og varð FH þar með að mikilvægum stigum í baráttunni um evrópusæti. „Það eru vonbrigði að vinna ekki þennan leik. Sérstaklega miðað við það hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá notuðum við breiddina vel og vorum að komast aftur fyrir varnarmenn þeirra og skapa færi. Við skorum flott mark og litum vel út." „Síðan fáum við þessa gusu í andlitið strax í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir skora jöfnunarmarkið. Þar vorum við einfaldlega sofandi á verðinum. Við vissum fyrir leik að Fylkir eru með fljótan framherja í Alberti Brynjari og að möguleikar þeirra lægju í því að stinga boltanum aftur fyrir vörn okkar, en þrátt fyrir það gerum við þessi mistök og vorum steinsofandi. ” Ólafur lýsti því á skemmtilegan hátt hver staða FH er þessar vikurnar. Lið FH sé í raun eins og einstaklingur með kvef. „Við sköpum færi í síðari hálfleik, meðal annars þegar að markmaður Fylkis ver frábærlega frá Lennon. Ég lít svolítið á þetta þannig að þegar þú ert með kvef hóstarðu, ert með nefrennsli og ert illt í hálsinum, og það er það sem við erum að eiga við núna. „Við eigum erfitt með að skora, lekum mörkum, og þá er bara erfitt að ná í úrslit. Þetta er búinn að vera langur kafli hjá okkur þar sem þetta hefur verið svona, en það er ekkert annað í stöðunni núna en að sjá hverjir eru með pung og hverjir ekki." Leikurinn í dag var í raun saga tveggja hálfleika. FH voru mun betri í fyrri hálfleik en spilamennska þeirra hrundi í þeim síðari. Hvað telur Ólafur vera orsök þess. „Það er rosalega erfitt að útskýra það, en það eru örfá atriði sem ég vil helst tala um. Í fyrri hálfleik vorum við mjög góðir að fara í pressu eftir að við töpum boltanum og vinnum boltann aftur. En í seinni hálfleik erum við að vinna aftur á bak og gefum fylkismönnum tíma og frið til þess að spila boltanum sín á milli. Við nýtum einnig breiddina illa í seinni hálfleik og þegar við fengum færi nýttum við þau illa." Telur Ólafur að evrópusætið sé ennþá raunhæfur möguleiki? „Það er bara áfram gakk. Við þurfum fyrst að vinna fótboltaleiki áður en að við förum að tala um evrópusæti. Markmiðið núna er að reyna að enda í 4. sætinu. Auðvitað erum við að gefa KR gjöf með því að vinna ekki þennan leik, en við getum ekki verið að kvarta. Það er bara næsti leikur, “ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 1-1 │Vandræði FH halda áfram FH gengur illa að vinna fótboltaleiki og það hélt áfram í Árbænum í kvöld. 19. ágúst 2018 21:00