Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Harpa Árnadóttir myndlistarmaður, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Rakel Halldórsdóttir ráðgjafi og dóttir hennar, María Anna Arnarsdóttir. Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Það er duglegt og drífandi fólk hér í Skagafirði og mikill frumkvöðlakraftur sem svífur yfir vötnum. Allmargir eru komnir með leyfi til heimavinnslu afurða, vottuð eldhús og fjölbreytta ræktun,“ segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís, og áður verslunarmaður í Frú Laugu í Reykjavík. Hún kom á fót sveitamarkaði í húsi Þjóðminjasafnsins á Hofsósi í sumar og nú verður hann fluttur í Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki um helgina. Stórsamkoman Sveitasæla verður nefnilega haldin á Króknum, það er landbúnaðarsýning og bændahátíð og Rakel segir fjölbreytt og skemmtilegt úrval úr matarkistu Skagafjarðar verða á boðstólum á markaðinum. Hún nefnir kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið, útiræktað grænmeti sem dæmi, auk alls konar fisk- og kjötmetis í úrvali. „Hér ræktar fólk meira að segja rósir til sölu,“ upplýsir hún. Rakel hefur búið síðasta árið á Hofsósi, er flutt aftur suður en sinnir þó verkefnum í Skagafirði á vegum Matís áfram. Hún er mikill talsmaður þess að bændur og aðrir matvælaframleiðendur selji afurðir beint frá býli og segir mikla framþróun í þeirri grein vera að eiga sér stað. „Fólk áttar sig á að það geti minnkað vistsporið sitt með því að eiga í viðskiptum innan síns nærumhverfis og það er vinsælt bæði af heimamönnum og gestum.“ Víðsvegar um heiminn er árþúsundahefð fyrir svona mörkuðum, bendir Rakel á. „Fólk leitar að því sem einkennir svæðið og heillast af hugmyndinni um að njóta afurða, handverks, stemningar og menningar á hverjum stað,“ segir hún og bætir við: „Markaðirnir ýta líka undir nýsköpun og eru liður í að viðhalda byggð í dreifbýlinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Skagafjörður Umhverfismál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira