Jóhann Berg: Engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 13:30 Jóhann Berg Guðmundsson á blaðamannafundinum. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var fulltrúi leikmanna Burnley á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins á móti Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Jóhann Berg er reynslubolti Burnley-liðsins þegar kemur að því að spila í Evrópudeildinni en hann fór í tvígang í átta liða úrslit keppninnar með hollenska liðinu AZ Alkmaar. Burnley er á heimavelli í kvöld og í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Tyrklandi. „Stundum er það þannig hér í Englandi að lið vilja ekki spila í Evrópudeildinni. Við viljum það hinsvegar. Það verður skemmtilegra fyrir okkur að spila fleiri leiki og vonandi getum við verið í þessari keppni sem lengst,“ sagði Jóhann Berg. Heimasíða Burnley segir frá. „Það er erfitt að komast í riðlakeppnina en það er okkar markmið. Við getum vonandi tekið stórt skref í áttina þangað með því að vinna Istanbul Basaksehir,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW: @Gudmundsson7 knows what it's like to go deep in the @EuropaLeague and wants another crack at it. Read: https://t.co/9qeUm181Ndpic.twitter.com/hKtUGXogco — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 16, 2018 „Við vitum að það verður erfitt að komast í riðlakeppnina en við viljum komast þangað. Flestir leikmennirnir okkar hafa ekki spilað í Evrópukeppni og þeir vilja fá að reyna sig í þessari keppni,“ sagði Jóhann Berg. „Það er bara jákvætt fyrir okkur að komast þangað. Þetta er skemmtileg keppni og á meðan við erum heilir og í formi þá hef ég engar áhyggjur af því að spila tvisvar í viku,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum hvað við þurfum að gera. Um leið og við erum þéttir til baka þá erum við hættulegir og þá sérstaklega á Turf Moor. Það verður líka örugglega meiri sóknarbolti hjá okkur en í fyrri leiknum,“ sagði Jóhann Berg. „Við vitum að við þurfum að skora mark til að komast áfram og því munum við örugglega sækja meira en þá. Svona er bara Evrópudeildin. Stundum þurfa lið að loka öllum leiðum í útileikjum og reyna að halda markinu hreinu,“ sagði Jóhann Berg.PREVIEW | "We are only three games in, but how much have you enjoyed being in the Europa League and how keen are you to have as much as possible?" @Gudmundsson7 looks ahead to tomorrow night's @EuropaLeague tie against @ibfk2014 WATCH https://t.co/KnFRNzwdEfpic.twitter.com/OFbGBTHkhT — Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 15, 2018 „Mér fannst við standa okkur vel í Istanbul. Við sýndum fagmennsku og náðum þeim úrslitum sem við þurfum að fá. Þeir voru mikið með boltann en ógnuðu ekki mikið. Vonandi þurfum við ekki að verjast eins mikið á morgun. Við viljum sækja aðeins meira og skora einhver mörk,“ sagði Jóhann Berg. „Þetta verður erfitt en við getum komist áfram,“ sagði Jóhann Berg. Burnley mætir væntanlega gríska liðinu Olympiakos í umspilinu takist liðinu að slá út Tyrkina í kvöld.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti