Eftirlitsþjóðfélag Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 05:30 Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Alls kyns frumvörp líta dagsins ljós, misgáfuleg eins og gengur. Eitt frumvarp, vægast sagt einkennilegt, er áberandi í fréttum þessa dagana. Það er frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til að koma upp myndavélaeftirliti í sjávarútvegi. Tilgangurinn er að afla sönnunargagna um brot er snúa að brottkasti og löndun framhjá vigt. Nauðsynlegt er talið að finna þá einstaklinga sem þetta stunda, en það er víst ekki heiglum hent að hafa uppi á þeim. Sennilega eru þeir bæði lævísir og liprir og kunna vel að felast. Þá er víst ekkert annað til ráða en að hefja umfangsmikla leit að þeim og í því skyni skal ekkert til sparað. Heimilað skal að nota myndavélar og fjarstýrð loftför til að skapa alsjáandi eftirlit. Þannig skal fylgst með öllum þeim sem vinna um borð í veiðiskipum, auk þeirra sem vinna við löndun, flutning og vigtun afla. Þetta er enginn smá hópur og allir innan hans virðast liggja fyrirfram undir grun. Engin önnur skýring getur verið á því að allt þetta fólk skuli vaktað. Af þessu umstangi öllu mætti helst ætla að sjávarútvegurinn hafi laðað til sín alveg einstaklega svikult starfsfólk. Það á ekki að teljast eðlilegt hlutskipti hins vinnandi manns að starfa á stað þar sem fyrirfram er gert ráð fyrir að hann stundi alls kyns blekkingar og svindl. Þar er honum ekki treyst til að vinna vinnu sína og talin er þörf á því að hafa alveg sérstakar gætur á honum. Vitanlega er það best gert með því að hafa hann stöðugt í mynd. Heppilegast er svo að stofnun haldi utan um allt eftirlit. Ekki er víst að ein stofnun anni því og þá gæti auðveldlega þótt ákjósanlegt að bæta við fleiri eftirlitsstofnunum. Ekki er þetta geðslegur veruleiki og fæstir vilja örugglega lifa í honum. Samt er verið að gera tilraun til að festa hann í sessi með frumvarpi. Velviljaður sjávarútvegsráðherra, Kristján Þór Júlíusson, segir að hugsun hans með frumvarpinu sé alls ekki að skapa eftirlitsþjóðfélag. Kristján Þór er vel upplýstur maður og ætti því að gera sér góða grein fyrir því að þarna er einmitt verið að stíga skref í þá átt. Frumvarpið er ansi hrollvekjandi því þar er gert ráð fyrir að haft sé eftirlit með ákveðnum hópi vinnandi fólks. Eftirlitið er komið í hlutverk Stóra bróður og horfir haukfránum augum yfir sviðið, með aðstoð nútímatækni, í leit að einstaklingum sem hugsanlega geta brotið af sér. Hugmyndin um öflugt og viðamikið myndavélaeftirlit í sjávarútvegi er vitanlega forkastanleg. Það má spyrja sig hver hafi fengið þessu furðulegu hugmynd, en enn brýnna er að spyrja hvernig hún hafi ratað inn í frumvarpsdrög ráðherra. Var enginn þátttakandi í þessari vegferð sem fylltist efasemdum um réttmæti slíks eftirlits og sagði: Augnablik, eigum við ekki að íhuga hvort við séum þarna á réttri leið? Hið augljósa svar er að með frumvarpinu eru menn á afar vafasamri vegferð – og er þá vægt til orða tekið.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun