Öxlin gaf sig í maí en vann síðan EM-silfur í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 09:30 Fanney Hauksdóttir Vísir/Daníel Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira