Þessir leikir tóku á andlega Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. ágúst 2018 10:30 Sandra María Jessen er fyrirliði Þórs/KA liðsins. vísir/eyþór Þór/KA komst í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik Akureyringa í undankeppninni. Er þetta í annað sinn í sögu félagsins sem norðankonur komast í útsláttarkeppnina. Fóru þær upp úr riðli sínum með sjö stig úr þremur leikjum þrátt fyrir að lenda í öðru sæti sem eitt af tveimur stigahæstu liðunum í öðru sæti. Örlögin voru í höndum norðankvenna fyrir leikinn sem voru öruggar áfram með sigri en líklegt var að jafntefli myndi duga. Andstæðingurinn, Ajax frá Hollandi var að sögn Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, gríðarlega sterkur og innihélt fjölmargar landsliðskonur. „Ajax er með gífurlega sterkt lið, margar landsliðskonur frá Hollandi og eina frá Danmörku. Við getum verið stoltar af þessum úrslitum og að hafa haldið hreinu allan riðilinn og við komum fullar sjálfstrausts aftur í Pepsi-deildina,“ sagði Sandra og bætti við: „Þessir leikir tóku á andlegu hliðina, það voru margar sem höfðu ekki leikið Evrópuleiki og við þurftum að vera agaðar og reiða okkur á að liðsandinn myndi nýtast okkur. Við gerðum vel að stíga upp og það var ekki að sjá að þetta væru fyrstu leikirnir hjá mörgum í Meistaradeildinni.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli þegar þær misstu Ariana Calderon af velli á 78. mínútu með rautt spjald. „Þetta var varla brot að mínu mati, hún rekst í hana og fær dæmda á sig aukaspyrnu en dómarinn var búinn að vara hana við að hún væri á síðasta séns. Þrátt fyrir að vera manni færri á lokakaflanum héldum við áfram að sækja í leit að sigurmarkinu,“ sagði Sandra og hélt áfram: „Það var svakaleg spenna undir lokin, ég var með hnút í maganum síðustu mínúturnar en stuðningsmenn Þórs/KA í stúkunni voru duglegir að láta okkur vita. Við ætluðum að klára þetta með sigri í dag en jafnteflið dugði til og þá var gott að fá þessar upplýsingar úr stúkunni.“ Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Þór/KA komst í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær eftir markalaust jafntefli gegn Ajax í lokaleik Akureyringa í undankeppninni. Er þetta í annað sinn í sögu félagsins sem norðankonur komast í útsláttarkeppnina. Fóru þær upp úr riðli sínum með sjö stig úr þremur leikjum þrátt fyrir að lenda í öðru sæti sem eitt af tveimur stigahæstu liðunum í öðru sæti. Örlögin voru í höndum norðankvenna fyrir leikinn sem voru öruggar áfram með sigri en líklegt var að jafntefli myndi duga. Andstæðingurinn, Ajax frá Hollandi var að sögn Söndru Maríu Jessen, fyrirliða Þórs/KA, gríðarlega sterkur og innihélt fjölmargar landsliðskonur. „Ajax er með gífurlega sterkt lið, margar landsliðskonur frá Hollandi og eina frá Danmörku. Við getum verið stoltar af þessum úrslitum og að hafa haldið hreinu allan riðilinn og við komum fullar sjálfstrausts aftur í Pepsi-deildina,“ sagði Sandra og bætti við: „Þessir leikir tóku á andlegu hliðina, það voru margar sem höfðu ekki leikið Evrópuleiki og við þurftum að vera agaðar og reiða okkur á að liðsandinn myndi nýtast okkur. Við gerðum vel að stíga upp og það var ekki að sjá að þetta væru fyrstu leikirnir hjá mörgum í Meistaradeildinni.“ Akureyringar urðu fyrir áfalli þegar þær misstu Ariana Calderon af velli á 78. mínútu með rautt spjald. „Þetta var varla brot að mínu mati, hún rekst í hana og fær dæmda á sig aukaspyrnu en dómarinn var búinn að vara hana við að hún væri á síðasta séns. Þrátt fyrir að vera manni færri á lokakaflanum héldum við áfram að sækja í leit að sigurmarkinu,“ sagði Sandra og hélt áfram: „Það var svakaleg spenna undir lokin, ég var með hnút í maganum síðustu mínúturnar en stuðningsmenn Þórs/KA í stúkunni voru duglegir að láta okkur vita. Við ætluðum að klára þetta með sigri í dag en jafnteflið dugði til og þá var gott að fá þessar upplýsingar úr stúkunni.“
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira