Michael Caine varpar ljósi á enda Inception Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 14:45 Michael Caine. Vísir/Getty Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein