Jón Gnarr telur Saga film brjóta á rétti sínum vegna endurgerðar Næturvaktarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2018 15:10 Þetta er bara svo ógeðslega glatað, segir Jón Gnarr. Vísir/Stefán Jón Gnarr er verulega ósáttur við framleiðslufyrirtækið Saga Film vegna endurgerðar á Næturvaktinni í Þýskalandi. Þýski þátturinn ber nafnið Tanken: Mehr alls Super en aðalpersónurnar þrjár í þáttunum bera nafnið Georg, Olaf og Daniel, en í íslensku þáttunum voru þá Georg, Ólafur og Daníel. Jón Gnarr greinir frá óánægju sinni á Facebook en hann telur Saga film, sem framselur réttinn til Þýskalands, brjóta höfundarétt á sér. Jón Gnarr lék Georg Bjarnfreðarson eftirminnilega í Næturvaktinni en þýski Georg ber eftirnafnið Bergsted.Er Jón Gnarr einn af handritshöfundum næturvaktarinnar ásamt þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði þáttunum, Jóhanni Ævar Grímssyni, Gesti Val Svanssyni, Jörundi Ragnarssyni sem lék Daníel og Pétri Jóhanni Sigfússyni sem lék Ólaf Ragnar. Jón segir Saga film einnig hafa selt réttinn að Næturvaktinni til Noregs. Sá þáttur bar nafnið Nattskiftet og hétu aðalpersónurnar Georg, Daniel og Olav og mátti finna Kidda Casio þar líkt og í Næturvaktinni.„Ógeðslega glatað“ „Við vorum ekki einu sinni látnir vita af því. Þetta er bara svo ógeðslega glatað og okkur finnst þetta verulega pirrandi höfundum þessara þátta,“ segir Jón Gnarr. Hann segir þá ekki fá greiðslur þegar þættirnir hafa verið endurgerðir erlendis og er ekki minnst á þá sem upphafsmenn þessara þátta. „Við lesum bara um þetta í blöðunum eins og allir aðrir. Við erum hvorki upplýstir eða spurðir eða neitt. Höfundar eiga að minnsta kosti skilið virðingu fyrir það sem þeir hafa gert. En Saga film vill ekki samþykkja það,“ segir Jón.Jón Gnarr, sem Georg Bjarnfreðarson, Jörundar Ragnarsson, sem Daníel, og Pétur Jóhann Sigfússon, sem Ólafur Ragnar, í Næturvaktinni.Íhugar málshöfðun Hann segist hafa íhugað málshöfðun gegn Saga film til að fá rétt sinn staðfestan. Jón Gnarr segir Saga film líta svo á að fyrirtækið eigi höfunda- og ráðstöfunarrétt á þessum þáttum. „Svo er bara ómögulegt að geta sér til um hvernig þetta myndi fara fyrir dómi. Þetta eru mál sem verður að betrumbæta hér á landi,“ segir Jón. Hann segist hafa áður lent í svipuðu og nefnir sem dæmi þegar Ríkisútvarpið valdi Prumpufólkið besta barnalag allra tíma. Þar var Dr. Gunni einn titlaður höfundur en það var Jón Gnarr sem samdi textann en ekki var minnst á hann. Eiga að hafa afsalað sér rétti Jón segir Saga film líta svo á að höfundar Næturvaktarinnar hafi afsalað sér höfundaréttinum við undirritun samninga. „Það voru gerðir samningar sem yrðu ekki taldir boðlegir í dag. Þetta er allt saman flókið og afstætt en það sem ég hef verið að kalla eftir er bara að það sé einhver lágmarksvirðing sýnd, annars pirrar þetta mig,“ segir Jón. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga film, segir fyrirtækið halda sig við samninga sem gerðir voru um Næturvaktina fyrir tólf árum sem eru í línu við það sem gerist í kvikmyndagerð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Réttur í sjónvarpi ekki í föstum skorðum Hann segist hafa verið meðlimur í Rithöfundasambandinu í tuttugu ár og geti leitað lögfræðiaðstoðar þar, en bendir á að höfundar leikins sjónvarpsefnis séu ekki allir í sambandinu. „Þessi höfundaréttarmál í sjónvarpi og textum, þetta er ekki í jafn föstum skorðum og hjá höfundum sem skrifa bækur. Það er meira meitlað í stein ef textinn þinn birtist í bók heldur en í handriti fyrir sjónvarp,“ segir Jón. „Við erum ógeðslega fúlir yfir þessu. Okkur finnst þetta pirrandi og finnst við ekki eiga svona framkomu skilið. Við skiluðum góðu verki og eigum skilið að fá þá virðingu sem okkur ber fyrir okkar vel unnu störf.“ Næturvaktin var afar vinsæl hér á landi. Gerðar voru tvær seríur til viðbótar, Dagvaktin og Fangavaktin, auk kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Jón Gnarr er verulega ósáttur við framleiðslufyrirtækið Saga Film vegna endurgerðar á Næturvaktinni í Þýskalandi. Þýski þátturinn ber nafnið Tanken: Mehr alls Super en aðalpersónurnar þrjár í þáttunum bera nafnið Georg, Olaf og Daniel, en í íslensku þáttunum voru þá Georg, Ólafur og Daníel. Jón Gnarr greinir frá óánægju sinni á Facebook en hann telur Saga film, sem framselur réttinn til Þýskalands, brjóta höfundarétt á sér. Jón Gnarr lék Georg Bjarnfreðarson eftirminnilega í Næturvaktinni en þýski Georg ber eftirnafnið Bergsted.Er Jón Gnarr einn af handritshöfundum næturvaktarinnar ásamt þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði þáttunum, Jóhanni Ævar Grímssyni, Gesti Val Svanssyni, Jörundi Ragnarssyni sem lék Daníel og Pétri Jóhanni Sigfússyni sem lék Ólaf Ragnar. Jón segir Saga film einnig hafa selt réttinn að Næturvaktinni til Noregs. Sá þáttur bar nafnið Nattskiftet og hétu aðalpersónurnar Georg, Daniel og Olav og mátti finna Kidda Casio þar líkt og í Næturvaktinni.„Ógeðslega glatað“ „Við vorum ekki einu sinni látnir vita af því. Þetta er bara svo ógeðslega glatað og okkur finnst þetta verulega pirrandi höfundum þessara þátta,“ segir Jón Gnarr. Hann segir þá ekki fá greiðslur þegar þættirnir hafa verið endurgerðir erlendis og er ekki minnst á þá sem upphafsmenn þessara þátta. „Við lesum bara um þetta í blöðunum eins og allir aðrir. Við erum hvorki upplýstir eða spurðir eða neitt. Höfundar eiga að minnsta kosti skilið virðingu fyrir það sem þeir hafa gert. En Saga film vill ekki samþykkja það,“ segir Jón.Jón Gnarr, sem Georg Bjarnfreðarson, Jörundar Ragnarsson, sem Daníel, og Pétur Jóhann Sigfússon, sem Ólafur Ragnar, í Næturvaktinni.Íhugar málshöfðun Hann segist hafa íhugað málshöfðun gegn Saga film til að fá rétt sinn staðfestan. Jón Gnarr segir Saga film líta svo á að fyrirtækið eigi höfunda- og ráðstöfunarrétt á þessum þáttum. „Svo er bara ómögulegt að geta sér til um hvernig þetta myndi fara fyrir dómi. Þetta eru mál sem verður að betrumbæta hér á landi,“ segir Jón. Hann segist hafa áður lent í svipuðu og nefnir sem dæmi þegar Ríkisútvarpið valdi Prumpufólkið besta barnalag allra tíma. Þar var Dr. Gunni einn titlaður höfundur en það var Jón Gnarr sem samdi textann en ekki var minnst á hann. Eiga að hafa afsalað sér rétti Jón segir Saga film líta svo á að höfundar Næturvaktarinnar hafi afsalað sér höfundaréttinum við undirritun samninga. „Það voru gerðir samningar sem yrðu ekki taldir boðlegir í dag. Þetta er allt saman flókið og afstætt en það sem ég hef verið að kalla eftir er bara að það sé einhver lágmarksvirðing sýnd, annars pirrar þetta mig,“ segir Jón. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga film, segir fyrirtækið halda sig við samninga sem gerðir voru um Næturvaktina fyrir tólf árum sem eru í línu við það sem gerist í kvikmyndagerð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Réttur í sjónvarpi ekki í föstum skorðum Hann segist hafa verið meðlimur í Rithöfundasambandinu í tuttugu ár og geti leitað lögfræðiaðstoðar þar, en bendir á að höfundar leikins sjónvarpsefnis séu ekki allir í sambandinu. „Þessi höfundaréttarmál í sjónvarpi og textum, þetta er ekki í jafn föstum skorðum og hjá höfundum sem skrifa bækur. Það er meira meitlað í stein ef textinn þinn birtist í bók heldur en í handriti fyrir sjónvarp,“ segir Jón. „Við erum ógeðslega fúlir yfir þessu. Okkur finnst þetta pirrandi og finnst við ekki eiga svona framkomu skilið. Við skiluðum góðu verki og eigum skilið að fá þá virðingu sem okkur ber fyrir okkar vel unnu störf.“ Næturvaktin var afar vinsæl hér á landi. Gerðar voru tvær seríur til viðbótar, Dagvaktin og Fangavaktin, auk kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira