Segist hafa beðist fyrirgefningar fyrir guði og mönnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:00 Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“ Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Séra Þórir Stephensen viðurkennir að hafa brotið kynferðislega á tólf ára gamalli stúlku fyrir um 65 árum. Hann kveðst hafa iðrast brota sinna alla tíð en hann hafi beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. DV nafngreindi Þóri í umfjöllun sinni um helgina en aðrir miðlar hafa einnig fjallað um málið. Þórir starfaði sem prestur um áratugaskeið en árið 2015, eftir að Þórir lét af störfum, leitaði þolandinn, þá í kringum sjötugt, til fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota og óskaði eftir hjálp. Fagráðið brást við beiðni þolandans og fór fram sáttafundur sem Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands sat, að ósk þolandans. Í samtali við fréttastofu segir Þórir: „Ég hef viðurkennt brot mitt, iðrast þess alla tíð og beðist fyrirgefningar bæði fyrir guði og mönnum. Meira er ekki um það að segja.“ Þórir vildi ekki veita viðtal eða tjá sig frekar um málið. Agnes M. Sigurðardóttir biskup gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en í færslu á Facebook um helgina kveðst embættið taka gagnrýni til sín, kirkjan geti ekki stungið höfðinu í sandinn og það sé einlægur vilji kirkjunnar til að gera vel þegar mál af þessum toga eru annars vegar. Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðsins um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar áréttar að hagsmunir þolenda séu alltaf hafðir að leiðarljósi. „Það sem að fagráðið er alltaf með að leiðarljósi eru þolendurnir en ekki gerendurnir. Þannig að við berum hagsmuni þolenda fyrir brjósti og eins og í þessu tilfelli þá er það ekki þolandi sem að stígur fram og segir sögu sína heldur ættingi. Þetta er ekki gert í samráði við manneskjuna sem fyrir brotinu verður sem er mjög alvarlegt mál,“ segir Elína í samtali við fréttastofu. „Fólk verður að leita til fagráðs og vita það að þar ríki trúnaður, ef trúnaðurinn er ekki til staðar þá er tilgangslaust að hafa svona batterí.“Fagráðið sem starfar sjálfstætt hefur verið starfandi síðan 1998 en að sögn Elínu Hrundar eru reglur þess sífellt til endurskoðunar. Af máli Þóris geti kirkjan eflaust ýmislegt lært. „En eins og ég segi, þetta brot er framið áður en maðurinn hefur störf innan kirkjunnar og er ekki upplýst fyrr en eftir að hann lýkur störfum. Þannig að það er líka spurning, hvernig eigum við að bregðast við þegar enginn veit af þessu?“ spyr Elína. „Ég er ekki að afsaka gjörðir hans á nokkurn hátt, engan veginn. En þetta er þegar maðurinn er hættur störfum.“
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira