Siðferðilegt dílemma að sitja og bíða eftir að einhver láti lífið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 08:00 Mynd um baráttu Guðmundar er frumsýnd á fimmtudag. Eiginkona hans er Sylwia Nowakowska. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er spennandi en kvíðvænlegt á sama tíma. Maður er mjög berskjaldaður að hleypa fólki alveg að innsta koppi,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Tuttugu ár eru síðan Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann hefur beðið handaágræðslu í Frakklandi í áratug. Guðmundur er nú á Íslandi. Heimildarmynd um hann verður frumsýnd í Bíói Paradís á fimmtudag. Kvikmyndagerðarmenn hafa fylgt Guðmundi eftir frá árinu 2011 og er afraksturinn myndin „Nýjar hendur innan seilingar“. Mikið var fjallað um það í fjölmiðlum þegar Guðmundur ákvað að fara í handaágræðsluna sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar. Alls söfnuðust 40 milljónir króna, meðal annars til að hann gæti haldið út til Lyon og gengist undir aðgerðina. Síðan hafa flestir kannski lítið heyrt af gangi mála. Heimildarmyndin varpar ljósi á það sem gerst hefur síðan. Biðina, ótal frestanir, baráttuna við kerfið og skrifræðið ytra.Guðmundur Felix mátar sérútbúið skurðarborð í Frakklandi árið 2013.„Ég er alltaf spurður sömu spurninganna þegar ég hitti Íslendinga. Myndin sýnir hvað er búið að vera í gangi og hvers vegna ég er ekki enn kominn með hendur. Það er heilmikið búið að vera að gerast þó að ég hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“ segir Guðmundur sem hefur búið í Lyon í fimm ár. „Staðan er alltaf sú að við bíðum eftir gjafa. Frá 2016 erum við komin yfir mesta skrifræðið og allt sem við lentum í fyrstu árin. Það tók rosalegan tíma að lenda í kerfinu en núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi. Það er skrýtin staða að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum. Að vonast eftir að þetta fari að gerast sem aftur þýðir að maður er að vonast eftir að einhver deyi. Þetta er siðferðilegt dílemma.“ Guðmundur segir að hann búi enn að þeim fjármunum sem söfnuðust fyrir hann. Mikill kostnaður hafi fallið til í byrjun. Síðan hafi þetta staðið undir leigu og uppihaldi í Lyon. Nú sé einnig komið í gegn að rannsóknarsjóður við spítalann mun koma að fjármögnun aðgerðarinnar að einhverju leyti. Eins og sjá má í myndinni, sem óhætt er að mæla með, gefst Guðmundur ekki upp og heldur enn í vonina og veit að aðgerðin mun eiga sér stað. „Það veit enginn hvernig þetta mun takast. En það sem telst ásættanlegur árangur er olnbogahreyfingar, að ég geti lyft og hreyft olnboga. Það er ekki mjög líklegt að ég geti notað fingurna. Hvað mig varðar, þó svo að ég muni ekki geta notað fingurna og á endanum myndi taka hendurnar sjálfar af aftur, þá er ég samt mikið betur settur hvað úrval gerviútlima varðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26 Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
„Þetta er spennandi en kvíðvænlegt á sama tíma. Maður er mjög berskjaldaður að hleypa fólki alveg að innsta koppi,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson. Tuttugu ár eru síðan Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi. Hann hefur beðið handaágræðslu í Frakklandi í áratug. Guðmundur er nú á Íslandi. Heimildarmynd um hann verður frumsýnd í Bíói Paradís á fimmtudag. Kvikmyndagerðarmenn hafa fylgt Guðmundi eftir frá árinu 2011 og er afraksturinn myndin „Nýjar hendur innan seilingar“. Mikið var fjallað um það í fjölmiðlum þegar Guðmundur ákvað að fara í handaágræðsluna sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar. Alls söfnuðust 40 milljónir króna, meðal annars til að hann gæti haldið út til Lyon og gengist undir aðgerðina. Síðan hafa flestir kannski lítið heyrt af gangi mála. Heimildarmyndin varpar ljósi á það sem gerst hefur síðan. Biðina, ótal frestanir, baráttuna við kerfið og skrifræðið ytra.Guðmundur Felix mátar sérútbúið skurðarborð í Frakklandi árið 2013.„Ég er alltaf spurður sömu spurninganna þegar ég hitti Íslendinga. Myndin sýnir hvað er búið að vera í gangi og hvers vegna ég er ekki enn kominn með hendur. Það er heilmikið búið að vera að gerast þó að ég hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“ segir Guðmundur sem hefur búið í Lyon í fimm ár. „Staðan er alltaf sú að við bíðum eftir gjafa. Frá 2016 erum við komin yfir mesta skrifræðið og allt sem við lentum í fyrstu árin. Það tók rosalegan tíma að lenda í kerfinu en núna erum við í raun að bíða eftir að einhver deyi. Það er skrýtin staða að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum. Að vonast eftir að þetta fari að gerast sem aftur þýðir að maður er að vonast eftir að einhver deyi. Þetta er siðferðilegt dílemma.“ Guðmundur segir að hann búi enn að þeim fjármunum sem söfnuðust fyrir hann. Mikill kostnaður hafi fallið til í byrjun. Síðan hafi þetta staðið undir leigu og uppihaldi í Lyon. Nú sé einnig komið í gegn að rannsóknarsjóður við spítalann mun koma að fjármögnun aðgerðarinnar að einhverju leyti. Eins og sjá má í myndinni, sem óhætt er að mæla með, gefst Guðmundur ekki upp og heldur enn í vonina og veit að aðgerðin mun eiga sér stað. „Það veit enginn hvernig þetta mun takast. En það sem telst ásættanlegur árangur er olnbogahreyfingar, að ég geti lyft og hreyft olnboga. Það er ekki mjög líklegt að ég geti notað fingurna. Hvað mig varðar, þó svo að ég muni ekki geta notað fingurna og á endanum myndi taka hendurnar sjálfar af aftur, þá er ég samt mikið betur settur hvað úrval gerviútlima varðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26 Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Mál handaþegans leysast Guðmundur Felix Grétarsson, sem bíður þess í Frakklandi að fá hendur, var í vandræðum; gat ekki fengið íbúð nema hafa pening og ekki pening nema hafa íbúð, vegna gjaldeyrislaga. Seðlabankinn hefur gripið inn í málið. 25. júní 2013 19:26
Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. 25. júní 2013 19:21
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent