Milljarðs króna gestastofa tekin í notkun á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2018 19:30 Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent