Sjáðu unga knattspyrnukonu spyrja reynda landsliðskonu spjörunum úr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 11:30 Hallbera Guðný Gísladóttir. og Ída Marín Hermannsdóttir Mynd/Skjámynd/Landsbankinn Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei verið svona nálægt því að komast á heimsmeistaramótið. Liðið getur tryggt sér HM-sæti með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 1. september næstkomandi. Íslensku landsliðskonurnar hafa sett stefnuna á það að fylla Laugardalsvöllinn og ein af þeim sem hefur tekið að sér að kynna leikinn og liðið fyrir Íslendingum er hin margreynda Hallbera Guðný Gísladóttir. Landsbankinn fékk Hallberu til að segja aðeins frá landsliðinu, leiknum mikilvæga og hvaða ráð hún gefur ungum knattspyrnukonum sem ætla sér að ná langt á knattspyrnuvellinum eins og hún. Ein af okkar ungu og efnilegu fótboltakonum, Ída Marín Hermannsdóttir úr sautján ára 117 landsliðinu, fékk að setjast niður með landsliðskonunni Hallberu Guðnýju Gísladóttur og spyrja hana um fótboltann og um góð ráð fyrir upprennandi knattspyrnufólk. Ída Marín Hermannsdóttir er heldur betur með landsliðið í blóðinu því faðir hennar, Hermann Hreiðssson lék 89 landsleiki á sínum tíma og móðir hennar Ragna Lóa Stefánsdóttir lék 34 landsleiki. Saman léku því foreldrar hennar 123 A-landsleiki og skoruðu í þeim sjö mörk. En af hverju er landsleikurinn við Þýskaland 1. september svona mikilvægur? „Ég held að þessi leikur verði klárlega einn af stærstu leikjunum sem ég hef spilað. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem kvennalandsliðið á raunhæfan möguleika á að fara á heimsmeistaramótið. Við erum auðvitað búin að fara á Evrópumeistaramótið en það er erfiðara að komast á heimsmeistaramótið. Það myndi veita okkur þvílíkt mikinn stuðning að fá fullan völl,“ sagði Hallbera. Hallbera segir að íslensku stelpurnar séu að fara að mæta einu besta liði í heimi og þá er gott að eiga tólft og þrettánda manninn í stúkunni. „Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning úr stúkunni. Ég hef upplifað að spila bæði fyrir hálftómum velli og svo næstum því fullum velli og það er mikill munur. Á móti liði eins og Þýskalandi, sem er eitt besta lið í heimi, þurfum við á sem allra flestum að halda. Og það væri auðvitað draumur að spila fyrir fullum Laugardalsvelli,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við fundum það vel á EM hvað það skiptir miklu máli að heyra í íslensku áhorfendunum. Það er tilfinning sem erfitt er að lýsa. Maður fær bara gæsahúð af að hugsa um það,“ sagði Hallbera. Það má lesa allt viðtalið við hana hér eða sjá það hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti