500 milljónir króna í verkfræðiþjónustu í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2018 09:00 Sveitarfélagið Árborg borgaði verkfræðiskrifstofu hálfan milljarð króna í verkfræðiþjónustu árin 2013 – 2017. Vísir/Eyþór Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Síðustu fjögur ár, eða árin 2013-2017, greiddi Sveitarfélagið Árborg um 500 milljónir í verkfræðiþjónustu til um tíu verkfræðistofa. Þetta kom m.a. fram hjá Tómasi Ellert Tómassyni, bæjarfulltrúa og formanni framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Tómast segir ástæðuna fyrir þessum mikla kostnaði fyrst og fremst vera undirmönnun yfir langan tíma sem hefur þýtt að of mörg verkefni sveitarfélagsins hafa verið útivistuð á síðustu árum. Þessi verkefni ættu að vera unnin af starfsmönnum sveitarfélagsins, eins og umsjón og eftirlit með eigin framkvæmdum, einföld útboðsgerð, skipulagsvinna, útsetningar húsa, mælingar og svo framvegis.Tómas Ellert Tómasson í pontu á fundi í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Nauðsynlegt að bæta við starfsfólki „Það hljómar kannski sem öfugmæli, en það er mikil þörf á því að bæta við starfsfólki og auka við tækjakost til að lækka þennan kostnaðarlið. Með því að styðja við þann hluta stjórnsýslunnar sem sér um framkvæmdir, skipulags- og byggingarmál á þann veg að hún geti sinnt því hlutverki sem henni er ætlað að sinna, í stað þess að sú vinna sé á borði fyrirtækja út í bæ, þá næst fram sparnaður,“ segir Tómas Ellert aðspurður hvað þurfi að gera til að lækka kostnað við verkfræðiþjónustu. „Auk þess, þá munu tekjur sveitarfélagsins vegna leyfisgjalda ýmiskonar og fasteignaskatta skila sér fyrr í sveitarsjóð en verið hefur, vegna þess að þeir starfsmenn sem fyrir eru fá þá meira svigrúm í að sinna nauðsynlegri skráningarvinnu sem vegna álags vill oft mæta afgangi.“Helmingi of hár kostnaðurEn hvað finnst Tómasi Ellert sjálfum um þennan mikla kostnað? „Miðað við umfang framkvæmda sveitarfélagsins undanfarin ár, þá er kostnaðurinn að mínu mati allt að því helmingi of hár. Það er ekki stefna núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að spara sveitarfélaginu til tjóns. Við viljum og ætlum að starfa með starfsmönnum að því að gera sveitarfélagið enn betra en það er í dag,“ segir Tómas Ellert. „Einn liður í því var t.d. sá að fá Harald Líndal fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði til að vinna stjórnsýslu- og rekstrarúttekt á sveitarfélaginu sem lengi hefur verið kallað eftir innan úr stjórnkerfinu. Við bindum miklar vonir við að sú vinna muni hjálpa okkur við að sjá hvar megi gera betur í stjórnsýslunni og rekstri þess.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45 Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Yfirkjörstjórn framlengdi opnunartíma íbúakosningar í Árborg í gær Óvíst hvort kæra fresti framkvæmdum 19. ágúst 2018 18:45
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Bæjarstjórn Árborgar getur ekki breytt niðurstöðu kosninga Góð kjörsókn í íbúakosningu um breytt deili- og aðalskipulag á miðbæjarreitnum á Selfossi bindur hendur bæjarstjórnar 18. ágúst 2018 19:30