Heilbrigð skynsemi Haukur Örn Birgisson skrifar 21. ágúst 2018 07:00 Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Halldór 12.04.2025 Halldór KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu voru fluttar fréttir af því að rekstraraðili meðferðarheimilis á Norðurlandi hefði greitt arð úr félaginu upp á tæpar 42 milljónir króna „á síðustu árum“. Meðferðarheimilið er fyrir ungmenni og er greiðandi þjónustunnar hið opinbera. Þessi frétt var flutt í mörgum fjölmiðlum og flestir áttu þeir það sameiginlegt að gera hagnaðinn tortryggilegan og virtist markmiðið vera það að kasta rýrð á rekstur heimilisins. „Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn“ var ein fyrirsögnin. Svolítið gildishlaðið, verð ég að segja. Svo þegar fréttin var lesin í heild sinni kom í ljós að arðgreiðslurnar í fyrirsögninni voru samtala síðastliðinna tíu ára þannig að þær höfðu verið um fjórar milljónir á ári. Það kallast nú seint ofurarðgreiðslur af rekstri fyrirtækis sem, vel á minnst, hefur bjargað fjölda ungmenna og fjölskyldum þeirra. Það er merkilegt að hugsa til þess hversu neikvætt það er í huga margra að fyrirtæki á heilbrigðis- eða velferðarsviði skuli vera vel rekin. Slíkt er beinlínis litið hornauga og sumir fjölmiðlar ala á einhverri undarlegri andúð gagnvart slíkum rekstri, eins og þeir hafi sérstaka hagsmuni af niðurstöðunni. Það á að vera sjálfsagt mál að rekstur þessara fyrirtækja sé góður svo fleiri hafi áhuga á því að takast á við hann og bjóða upp á betri þjónustu en aðrir á sama sviði. Þannig verða til fleiri valkostir fyrir fólk. Við eigum ekki að ætlast til þess að fólk á heilbrigðissviði gefi vinnuna sína, frekar en aðrir. Eða það fái einungis greidd þau laun sem ríkið er tilbúið að greiða því. Það er virkilega sorglegt að starfsfólk á heilbrigðissviði hafi engan annan viðsemjanda en hið opinbera þegar kemur að því að semja um kaup og kjör. Þessu fólki ber að hampa en ekki rægja það.
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar