Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2018 22:23 Málefni Icelandair hafa verið fyrirferðarmikil í fréttum undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. Breytingin tekur því gildi á laugardaginn en samkvæmt heimildum fréttastofu mun eldsneytisálagið hækka á hvern farþega á flugleiðum frá Bandaríkjunum til Íslands um sex dollara á hverjum flugglegg, eða um 650 krónur. Samkvæmt gildandi gjaldskrá er eldsneytisálag Icelandair á flugleiðum frá Bandaríkjunum og til Íslands 64 dollarar, um 6.800 krónur, á hvern farþega en verður frá og með 1. september 70 dollarar, um 7.500 krónur. Þá mun eldsneytisálagið einnig hækka á flugleiðum frá Kanada til Íslands, mun það fara úr 88 kanadadollurum, 7.250 krónum yfir í 97 kanadadollara, um 8.000 krónur og nemur hækkunin því um 750 krónum á hvern fluglegg. Sölu- og umboðsaðilum var tilkynnt um hækkunina í dag en sem fyrr segir mun hún taka gildi á laugardaginn. Líklegt má telja að ákvörðun félagsins um hækkun á eldsneytisálagi sé liður í því að snúa við gengi félagsins eftir erfiða mánuði að undanförnu, sem meðal annars má rekja til hækkandi eldsneytisverðs. Starfandi forstjóri félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að markaðs- og sölustarf félagsins yrði allt tekið til endurskoðunar en leit stendur nú yfir að nýjum forstjóra eftir að Björgólfur Jóhannsson sagði upp störfum fyrr í vikunni. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. Breytingin tekur því gildi á laugardaginn en samkvæmt heimildum fréttastofu mun eldsneytisálagið hækka á hvern farþega á flugleiðum frá Bandaríkjunum til Íslands um sex dollara á hverjum flugglegg, eða um 650 krónur. Samkvæmt gildandi gjaldskrá er eldsneytisálag Icelandair á flugleiðum frá Bandaríkjunum og til Íslands 64 dollarar, um 6.800 krónur, á hvern farþega en verður frá og með 1. september 70 dollarar, um 7.500 krónur. Þá mun eldsneytisálagið einnig hækka á flugleiðum frá Kanada til Íslands, mun það fara úr 88 kanadadollurum, 7.250 krónum yfir í 97 kanadadollara, um 8.000 krónur og nemur hækkunin því um 750 krónum á hvern fluglegg. Sölu- og umboðsaðilum var tilkynnt um hækkunina í dag en sem fyrr segir mun hún taka gildi á laugardaginn. Líklegt má telja að ákvörðun félagsins um hækkun á eldsneytisálagi sé liður í því að snúa við gengi félagsins eftir erfiða mánuði að undanförnu, sem meðal annars má rekja til hækkandi eldsneytisverðs. Starfandi forstjóri félagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að markaðs- og sölustarf félagsins yrði allt tekið til endurskoðunar en leit stendur nú yfir að nýjum forstjóra eftir að Björgólfur Jóhannsson sagði upp störfum fyrr í vikunni.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Sjá meira
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00