Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. ágúst 2018 12:30 Svava Rós Guðmundsdóttir fréttablaðið Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. Fram undan er einn stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi þegar þær mæta áttföldum Evrópumeisturum og tvöföldum heimsmeisturum Þýskalands en með sigri kemst kvennalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM „Stemmingin er mjög góð, við erum allar mjög spenntar að takast á við þetta verkefni og við stefnum allar í sömu átt. Við förum í leikinn til að vinna hann og taka þrjú stig en við sjáum hvað verður,“ sagði Svava, aðspurð hvort það myndi trufla stelpurnar að jafntefli gæti dugað í aðdraganda leiksins. Þær munu fara vel yfir leikinn enda eru þær búnar að vera með augastað á þessum leik í langan tíma. „Þetta er búið að vera löng bið sem hefur þó liðið ágætlega hratt sem betur fer. Við vorum farin að undirbúa þennan leik fyrir síðasta leikinn (innsk. gegn Slóveníu í sömu undankeppni) og við erum vel undirbúin. Við vitum að þær eru með gríðarlega sterkt lið,“ sagði Svava en búast má við að Ísland verjist af krafti. „Þetta mun krefjast einbeitingar, við vitum að við þurfum að verjast mikið og að við þurfum að nýta okkur styrkleika okkar. Leikurinn í Þýskalandi er gott fordæmi, þar gekk leikplanið vel upp og við fórum heim með þrjú stig.“ Svava hefur verið iðin fyrir framan markið í undanförnum leikjum hjá félagi sínu í Noregi og vonaðist að sjálfsögðu eftir því að fá tækifærið á laugardaginn. „Það er undir mér komið að gera tilkall til sætis, ég vonast auðvitað eftir því að fá að spila á laugardaginn eins og allir leikmennirnir en það verður að koma í ljós,“ sagði Svava sem hefur skorað í fimm af síðustu sex leikjum fyrir Röa. „Það hefur gengið vel í Noregi, ég er að finna mig vel í fremstu víglínu fyrir framan markið. Ég hef yfirleitt verið á köntunum að leggja upp mörkin en þetta er annar möguleiki sem ég get boðið upp á.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. Fram undan er einn stærsti leikur íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi þegar þær mæta áttföldum Evrópumeisturum og tvöföldum heimsmeisturum Þýskalands en með sigri kemst kvennalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni HM „Stemmingin er mjög góð, við erum allar mjög spenntar að takast á við þetta verkefni og við stefnum allar í sömu átt. Við förum í leikinn til að vinna hann og taka þrjú stig en við sjáum hvað verður,“ sagði Svava, aðspurð hvort það myndi trufla stelpurnar að jafntefli gæti dugað í aðdraganda leiksins. Þær munu fara vel yfir leikinn enda eru þær búnar að vera með augastað á þessum leik í langan tíma. „Þetta er búið að vera löng bið sem hefur þó liðið ágætlega hratt sem betur fer. Við vorum farin að undirbúa þennan leik fyrir síðasta leikinn (innsk. gegn Slóveníu í sömu undankeppni) og við erum vel undirbúin. Við vitum að þær eru með gríðarlega sterkt lið,“ sagði Svava en búast má við að Ísland verjist af krafti. „Þetta mun krefjast einbeitingar, við vitum að við þurfum að verjast mikið og að við þurfum að nýta okkur styrkleika okkar. Leikurinn í Þýskalandi er gott fordæmi, þar gekk leikplanið vel upp og við fórum heim með þrjú stig.“ Svava hefur verið iðin fyrir framan markið í undanförnum leikjum hjá félagi sínu í Noregi og vonaðist að sjálfsögðu eftir því að fá tækifærið á laugardaginn. „Það er undir mér komið að gera tilkall til sætis, ég vonast auðvitað eftir því að fá að spila á laugardaginn eins og allir leikmennirnir en það verður að koma í ljós,“ sagði Svava sem hefur skorað í fimm af síðustu sex leikjum fyrir Röa. „Það hefur gengið vel í Noregi, ég er að finna mig vel í fremstu víglínu fyrir framan markið. Ég hef yfirleitt verið á köntunum að leggja upp mörkin en þetta er annar möguleiki sem ég get boðið upp á.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira