Nauðgunarmenningin Bjarni Karlsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Innst inni þykir okkur kvenlegt að vera svolítið varnarlaus en karlmannlegt þegar af manni stafar nokkur ögrun. Það þykir t.d. klúrt af konu að sitja gleið og spenna hendur fyrir aftan hnakka. Slík líkamsstaða lýsir valdi sem ekki þykir kvenlegt. Þegar ég vígðist sem prestur árið 1990 var það alsiða að íslenskar konur gengu í búrkum upp að altarinu á brúðkaupsdaginn sinn. Hver brúðurin af annarri kom gangandi inn kirkjugólfið leidd af eldri karli með slör fyrir andlitinu. „Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN þann er við hlið þér stendur?“ spurði barnungi presturinn og rödd án andlits svaraði „já“. Brúðhjónin gáfu hvort öðru hönd sína og presturinn lýsti þau hjón og þá, en ekki fyrr, átti brúðguminn að lyfta gardínunni og kyssa brúði sína. Hvers vegna var þetta svona? Vegna þess að kvenlíkaminn hefur hlotið þau örlög í menningu okkar að vera táknmynd efnisheimsins. Við höfum talað um Guð föður og móður Jörð, tileinkað körlum hið andlega og upphafna en konum hið jarðbundna og efnislega. Stjórnun hefur verið „uppi“ en það sem stjórna skal hefur verið „á gólfinu“. Og þessi heimsmynd hefur náð inn í svefnherbergin okkar þegar við karlmenn upplifum okkur karlmannlega í ríkjandi stöðu en konur upplifa sig kvenlegar í víkjandi hlutverki. Þetta er af ýmsum fræðimönnum talin ein ástæða þess að stærsti heilsufarslegi áhættuþáttur kvenna í öllum þekktum samfélögum veraldar er ekki sjúkdómar eða slys heldur ofbeldi í nánum tengslum. Núna þegar yfirráðahyggja mannkyns hefur orðið til þess að jöklar bráðna en haf súrnar og hækkar með vaxandi veðuröfgum sjáum við að mynd okkar af heiminum og hugmynd okkar um manninn hefur verið mjög röng. Aukin yfirráð munu ekki leysa vanda dagsins. Það sem við þurfum er öllu heldur haldgóð þekking á tengslum og samhengi. Og vegna þess að menningin hefur forritað hugsun okkar í tvö þúsund ár þannig að við speglum jörðina í konunni og konuna í jörðinni þá lýkst á sama tíma upp fyrir okkur hvað það er fáránlegt að nauðga. Menning okkar sem í árþúsund og ekki síst í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur nauðgað náttúrunni og konunni – og líka börnum og karlmönnum sem ekki hafa völd – horfist allt í einu í augu við sjálfa sig með nýjum hætti. Kjarni #metoo-byltingarinnar er vitneskjan um það að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni. Ofbeldi felur alltaf í sér að skömm er flutt úr einum líkama yfir í annan og þar er kynferðisofbeldi skæðast. Nú eru uppgjörstímar og ekki að furða þótt hrikti í stoðum samfélagsins. Markmið okkar hlýtur að vera að breyta menningunni þannig að í stað skammarmiðaðra samskipta sem einkennast af yfirráðum komi samskipti byggð á tengslum þar sem virðing og samlíðun er í fyrirrúmi hvort sem við ræðum samskipti manns og náttúru eða kynferðisleg samskipti fólks. Í stað þess að líta svo á að lengi taki sjórinn við og að þolendur ofbeldis skuli bera skömmina þegjandi viðurkennum við núna í auknum mæli tengsl og samhengi allra hluta og skiljum að yfirgangur er allra tap. Þess vegna efast ég stórlega um að skammar-herferð DV á hendur nafngreindum einstaklingum sem nú fer með himinskautum sé til þess fallin að þoka þróuninni áfram. Þeir víkja sér vissulega ekki undan því að setja orð á skömmina og gera það listavel, en þeir hafa engar lausnir að bjóða. Samfélag sem kann bara að lýsa skömm en kann ekki skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu verður ekki sjálfbært. Eins og vistkerfið getur ekki þrifist nema við endurnýtum efni, þannig mun samfélag manna ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.Höfundur er prestur með MA kynlífssiðfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Innst inni þykir okkur kvenlegt að vera svolítið varnarlaus en karlmannlegt þegar af manni stafar nokkur ögrun. Það þykir t.d. klúrt af konu að sitja gleið og spenna hendur fyrir aftan hnakka. Slík líkamsstaða lýsir valdi sem ekki þykir kvenlegt. Þegar ég vígðist sem prestur árið 1990 var það alsiða að íslenskar konur gengu í búrkum upp að altarinu á brúðkaupsdaginn sinn. Hver brúðurin af annarri kom gangandi inn kirkjugólfið leidd af eldri karli með slör fyrir andlitinu. „Er það einlægur ásetningur þinn að ganga að eiga NN þann er við hlið þér stendur?“ spurði barnungi presturinn og rödd án andlits svaraði „já“. Brúðhjónin gáfu hvort öðru hönd sína og presturinn lýsti þau hjón og þá, en ekki fyrr, átti brúðguminn að lyfta gardínunni og kyssa brúði sína. Hvers vegna var þetta svona? Vegna þess að kvenlíkaminn hefur hlotið þau örlög í menningu okkar að vera táknmynd efnisheimsins. Við höfum talað um Guð föður og móður Jörð, tileinkað körlum hið andlega og upphafna en konum hið jarðbundna og efnislega. Stjórnun hefur verið „uppi“ en það sem stjórna skal hefur verið „á gólfinu“. Og þessi heimsmynd hefur náð inn í svefnherbergin okkar þegar við karlmenn upplifum okkur karlmannlega í ríkjandi stöðu en konur upplifa sig kvenlegar í víkjandi hlutverki. Þetta er af ýmsum fræðimönnum talin ein ástæða þess að stærsti heilsufarslegi áhættuþáttur kvenna í öllum þekktum samfélögum veraldar er ekki sjúkdómar eða slys heldur ofbeldi í nánum tengslum. Núna þegar yfirráðahyggja mannkyns hefur orðið til þess að jöklar bráðna en haf súrnar og hækkar með vaxandi veðuröfgum sjáum við að mynd okkar af heiminum og hugmynd okkar um manninn hefur verið mjög röng. Aukin yfirráð munu ekki leysa vanda dagsins. Það sem við þurfum er öllu heldur haldgóð þekking á tengslum og samhengi. Og vegna þess að menningin hefur forritað hugsun okkar í tvö þúsund ár þannig að við speglum jörðina í konunni og konuna í jörðinni þá lýkst á sama tíma upp fyrir okkur hvað það er fáránlegt að nauðga. Menning okkar sem í árþúsund og ekki síst í kjölfar iðnbyltingarinnar hefur nauðgað náttúrunni og konunni – og líka börnum og karlmönnum sem ekki hafa völd – horfist allt í einu í augu við sjálfa sig með nýjum hætti. Kjarni #metoo-byltingarinnar er vitneskjan um það að kynbundið ofbeldi er menningarheilkenni. Ofbeldi felur alltaf í sér að skömm er flutt úr einum líkama yfir í annan og þar er kynferðisofbeldi skæðast. Nú eru uppgjörstímar og ekki að furða þótt hrikti í stoðum samfélagsins. Markmið okkar hlýtur að vera að breyta menningunni þannig að í stað skammarmiðaðra samskipta sem einkennast af yfirráðum komi samskipti byggð á tengslum þar sem virðing og samlíðun er í fyrirrúmi hvort sem við ræðum samskipti manns og náttúru eða kynferðisleg samskipti fólks. Í stað þess að líta svo á að lengi taki sjórinn við og að þolendur ofbeldis skuli bera skömmina þegjandi viðurkennum við núna í auknum mæli tengsl og samhengi allra hluta og skiljum að yfirgangur er allra tap. Þess vegna efast ég stórlega um að skammar-herferð DV á hendur nafngreindum einstaklingum sem nú fer með himinskautum sé til þess fallin að þoka þróuninni áfram. Þeir víkja sér vissulega ekki undan því að setja orð á skömmina og gera það listavel, en þeir hafa engar lausnir að bjóða. Samfélag sem kann bara að lýsa skömm en kann ekki skil á iðrun, yfirbót og fyrirgefningu verður ekki sjálfbært. Eins og vistkerfið getur ekki þrifist nema við endurnýtum efni, þannig mun samfélag manna ekki dafna ef við kunnum ekki að endurreisa fólk.Höfundur er prestur með MA kynlífssiðfræði
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar