Cardi B og Nicki Minaj í útistöðum á tískuviku: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur“ Sylvía Hall skrifar 8. september 2018 10:32 Nicki Minaj og Cardi B eru stór nöfn í rappsenunni um þessar mundir. Vísir/Getty Rappararnir Nicki Minaj og Cardi B eru á meðal stærstu tónlistarstjarna í dag og hafa vakið mikla athygli á sér í rappsenunni, enda hafa fáar konur náð jafn langt og þær stöllur í rappinu. Þrátt fyrir það hafa þær löngum eldað grátt silfur saman og sauð rækilega upp úr á milli þeirra í gærkvöld. Cardi B og Minaj voru staddar á viðburði sem var hluti af tískuvikunni í New York þegar Cardi gaf sig á tal við Minaj, en hún sagði Minaj hafa dreift lygum um sig. Öryggisgæsla Minaj brást ókvæða við og reyndu að fjarlægja hana í burtu. Einn öryggisvörður er sagður hafa gefið henni olnbogaskot í andlitið, en Cardi sást yfirgefa samkvæmið með heljarinnar kúlu á enninu.Cardi sást yfirgefa samkvæmið með kúlu á enninu.Vísir/APMyndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) 8 September 2018 Á öðru myndbandi má sjá vinkonu Minaj og skóhönnuðinn Rah Ali veitast að Cardi, en á meðan þessu stendur sést Minaj standa umkringd öryggisvörðum og heldur sig fjarri átökunum.During an #NYFW event Rah Ali, who was with Nicki Minaj, attempted to fight Cardi B. Whew chile... the ghetto... pic.twitter.com/Nd3yCe8tgw — Jerome Trammel (@MrJeromeTrammel) 8 September 2018 Cardi B birti yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún tjáir sig um málið, en þrátt fyrir að nefna Minaj aldrei á nafn má gera ráð fyrir því að yfirlýsingunni sé beint að henni. Þar segir hún Minaj hafa reynt að skemma fyrir sér, talað illa um sig og hótað öðrum listamönnum sem hún hefur unnið með. „Ég hef í tvígang reynt að tala við þig persónulega og í bæði skiptin hefur þú játað sök. En þegar þú minnist á barnið mitt, líkar við athugasemdir um mig sem móður, gerir athugasemdir um mig sem móður og gerir lítið úr hæfni minni til að annast barnið mitt er nóg komið.“ View this post on InstagramPERIOD. A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on Sep 7, 2018 at 9:21pm PDT Tengdar fréttir Cardi B hættir við tónleikaferðalag: „Ég vanmat þetta mömmudæmi“ Bandaríski rapparinn Cardi B er hætt við að fara með Bruno Mars á túr í haust. 28. júlí 2018 10:08 Dóttir Cardi B og Offset komin í heiminn Hin nýbakaða móðir greindi frá fæðingunni á Instagram-reikningi sínum í dag. 11. júlí 2018 15:56 Fyrrverandi Nicki Minaj segir hana hafa ráðist á sig með hníf Nicki Minaj deildi harðlega við fyrrverandi kærasta sinn á Twitter í dag. 14. ágúst 2018 22:15 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Rappararnir Nicki Minaj og Cardi B eru á meðal stærstu tónlistarstjarna í dag og hafa vakið mikla athygli á sér í rappsenunni, enda hafa fáar konur náð jafn langt og þær stöllur í rappinu. Þrátt fyrir það hafa þær löngum eldað grátt silfur saman og sauð rækilega upp úr á milli þeirra í gærkvöld. Cardi B og Minaj voru staddar á viðburði sem var hluti af tískuvikunni í New York þegar Cardi gaf sig á tal við Minaj, en hún sagði Minaj hafa dreift lygum um sig. Öryggisgæsla Minaj brást ókvæða við og reyndu að fjarlægja hana í burtu. Einn öryggisvörður er sagður hafa gefið henni olnbogaskot í andlitið, en Cardi sást yfirgefa samkvæmið með heljarinnar kúlu á enninu.Cardi sást yfirgefa samkvæmið með kúlu á enninu.Vísir/APMyndbandsupptökur af atvikinu hafa farið víða á samfélagsmiðlum þar sem Cardi sést reyna að nálgast Minaj og segja: „Ekki tala illa um dóttur mína aftur,“ en Cardi eignaðist dótturina Kulture með rapparanum Offset í júlí síðastliðnum.Here's a better look: Nicki Minaj OR Rah Ali was talking about Cardi B's daughter, Kulture. pic.twitter.com/oRVlFSFVRG — miixtapechiick.com (@MXCKposts) 8 September 2018 Á öðru myndbandi má sjá vinkonu Minaj og skóhönnuðinn Rah Ali veitast að Cardi, en á meðan þessu stendur sést Minaj standa umkringd öryggisvörðum og heldur sig fjarri átökunum.During an #NYFW event Rah Ali, who was with Nicki Minaj, attempted to fight Cardi B. Whew chile... the ghetto... pic.twitter.com/Nd3yCe8tgw — Jerome Trammel (@MrJeromeTrammel) 8 September 2018 Cardi B birti yfirlýsingu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún tjáir sig um málið, en þrátt fyrir að nefna Minaj aldrei á nafn má gera ráð fyrir því að yfirlýsingunni sé beint að henni. Þar segir hún Minaj hafa reynt að skemma fyrir sér, talað illa um sig og hótað öðrum listamönnum sem hún hefur unnið með. „Ég hef í tvígang reynt að tala við þig persónulega og í bæði skiptin hefur þú játað sök. En þegar þú minnist á barnið mitt, líkar við athugasemdir um mig sem móður, gerir athugasemdir um mig sem móður og gerir lítið úr hæfni minni til að annast barnið mitt er nóg komið.“ View this post on InstagramPERIOD. A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on Sep 7, 2018 at 9:21pm PDT
Tengdar fréttir Cardi B hættir við tónleikaferðalag: „Ég vanmat þetta mömmudæmi“ Bandaríski rapparinn Cardi B er hætt við að fara með Bruno Mars á túr í haust. 28. júlí 2018 10:08 Dóttir Cardi B og Offset komin í heiminn Hin nýbakaða móðir greindi frá fæðingunni á Instagram-reikningi sínum í dag. 11. júlí 2018 15:56 Fyrrverandi Nicki Minaj segir hana hafa ráðist á sig með hníf Nicki Minaj deildi harðlega við fyrrverandi kærasta sinn á Twitter í dag. 14. ágúst 2018 22:15 Mest lesið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Sjá meira
Cardi B hættir við tónleikaferðalag: „Ég vanmat þetta mömmudæmi“ Bandaríski rapparinn Cardi B er hætt við að fara með Bruno Mars á túr í haust. 28. júlí 2018 10:08
Dóttir Cardi B og Offset komin í heiminn Hin nýbakaða móðir greindi frá fæðingunni á Instagram-reikningi sínum í dag. 11. júlí 2018 15:56
Fyrrverandi Nicki Minaj segir hana hafa ráðist á sig með hníf Nicki Minaj deildi harðlega við fyrrverandi kærasta sinn á Twitter í dag. 14. ágúst 2018 22:15