Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. september 2018 08:00 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Ég hef gert athugasemdir við þessi próf undanfarin fimm ár en þær hafa greinilega engin áhrif. Mér finnst þau fara heldur versnandi ef eitthvað er. Á meðan ekkert breytist held ég áfram, því þetta er virkilega alvarlegt mál,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, um kynningarpróf vegna samræmds prófs í íslensku fyrir 9. bekk. Umrætt könnunarpróf er að finna á vef Menntamálastofnunar en fram undan er endurfyrirlögn samræmdra próf í íslensku og ensku í tíu grunnskólum. Nemendur lentu í tæknilegum vandræðum þegar prófin voru haldin í mars síðastliðnum en 130 skólar völdu að leggja prófin fyrir aftur síðastliðið vor. Eiríkur telur það klárt mál að prófin undanfarin ár hafi ekki verið í samræmi við námskrá. Meðal annars hafi verið sýnt fram á það í nýlegri meistararitgerð Ýrar Þórðardóttur. Það sem Eiríkur gagnrýnir sérstaklega er málnotkunarhluti prófsins. „Ég hef auðvitað ekki séð sjálft prófið en maður hlýtur að ætla að kynningarprófið gefi rétta mynd. Annars væri verið að leiða nemendur á villigötur. Það eru kolrangar áherslur í þessum hluta prófsins.“Þessar stúlkur, og fleiri, lentu í vandræðum með próf í vegna tæknilegra erfiðleika.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAð sögn Eiríks er framsetningin bæði alvarleg gagnvart tungumálinu og málnotendum. „Það er viðurkennt að viðhorf málnotenda, ekki síst ungs fólks, til tungumálsins skiptir miklu máli fyrir framtíðarhorfur tungumálsins. Ef þeir eru neikvæðir gagnvart tungumálinu er það ekki til þess fallið að styrkja það. Ég held að próf af þessu tagi skapi ekki jákvætt viðhorf til íslenskunnar.“ Hann segir það sérstaklega slæmt að beinlínis sé verið að veiða nemendur í gildrur, meðal annars með því að lauma tveimur villum í sömu spurningu. „Það er verið að athuga hvað nemendur kunna ekki, frekar en hvað þeir kunna.“ Þá telur Eiríkur að með prófinu sé ekki verið að prófa kunnáttu og þekkingu nemenda heldur máltilfinningu þeirra, sem sé allt annað. „Máltilfinning barna mótast af því málumhverfi sem þau alast upp í. Það má líkja þessu við trúna. Börn taka oft þá trú sem foreldrarnir hafa og það má ekki mismuna eftir því. Börn sem eiga menntaða foreldra sem tala „rétt mál“ standa betur að vígi því þau heyra þetta viðurkennda mál á máltökustigi.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira