Meistararnir byrjuðu á sigri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. september 2018 09:04 Ajayi fagnar hér öðru af tveimur snertimörkum sínum í nótt. vísir/getty NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag. NFL Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
NFL-deildin hófst í nótt er meistarar Philadelphia Eagles tóku á móti Atlanta Falcons. Meistararnir sýndu í nótt að þeir ætla sér að verja titilinn með kjafti og klóm. Þeir lönduðu nefnilega sætum 18-12 sigri gegn mjög sterku liði Fálkanna. Carson Wentz, aðalleikstjórnandi Eagles, er enn meiddur og það er því Super Bowl-hetjan Nick Foles sem stýrir umferðinni á vellinum. Foles kláraði 19 af 34 sendingum sínum í leiknum fyrir samtals 117 jördum. Hann náði ekki að kasta fyrir snertimarki en kastaði einu sinni frá sér. Slakur leikur hjá honum. Það kom ekki að sök því enski hlauparinn Jay Ayjayi var í stuði. Hann hljóp 62 jarda og skoraði tvö snertimörk í leiknum. Matt Ryan, leikstjórnandi Falcons, kláraði 21 af 43 sendingum sínum í leiknum fyrir 251 jard. Hann náði þó ekki að kasta fyrir snertimarki og kastaði einu sinni frá sér. Útherjinn Julio Jones var magnaður og greip tíu af sendingum Ryan fyrir 169 jördum. Hlaupaleikur liðsins olli vonbrigðum en þeir Tevin Coleman og Devonta Freeman hlupu samtals aðeins um 50 jarda. Fálkarnir voru sterkara liðið í leiknum en gekk nákvæmlega ekkert inn á rauða svæðinu sem eru síðustu 20 jardar vallarins. Það er nákvæmlega sama vandamál og var að plaga þá á síðustu leiktíð. Sigur Eagles var ekki fallegur en þó svo liðið hafi ekki spilað vel þá kláruðu þeir sterkt lið sem segir margt um styrkleika þeirra. Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudag.
NFL Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira