Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. september 2018 20:30 Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana. „Ég var nú eiginlega hættur, en þegar ég var beðinn um að halda áfram þá var svolítið erfitt að segja nei þó hlutverkið væri kannski aðeins annað,“ sagði Kári í viðtali við Guðmund Benediktsson á æfingu landsliðsins í Austurríki. „Ég vil sjá íslenska landsliðið vinna leiki og ef þeir telja að það sé líklegra með mig í hópnum þá er ég til.“ Það er kominn nýr maður í brúnna hjá landsliðinu og ný keppni fram undan. Hvernig lýst Kára á verkefnið sem er fram undan? „Mér líst bara vel á þetta. Þetta eru í raun tveir sénsar á að komast á EM. Við erum vanir því að það sé allt undir í hverjum einasta leik, en ef að þetta klúðrast þá erum við með riðlakeppnina til þess að bjarga því.“Kári Árnason stendur vaktina í vörn Íslands.Vísir/Getty„En þetta er mjög skemmtilegt verkefni og góður séns á að komast á EM í gegnum þetta. Þetta eru náttúrulega fáránlega sterk lið sem við erum að mæta og rétt að minna þjóðina á það að sína þessu kannski smá þolinmæði.“ „Það er nýr þjálfari og ýmislegt að breytast. Ég er kannski að taka skref til hliðar og það eru yngri menn að koma inn. Að hafa þolinmæði fyrir því að þeir nái að stimpla sig inn í liðið.“ „Vonandi kemur árangurinn strax en það getur tekið smá tíma.“ Kári var búinn að semja við uppeldisfélag sitt Víking og ætlaði að koma heim og spila í Pepsi deild karla eftir HM í Rússlandi. Hann fékk hins vegar tilboð frá tyrknesku liði sem hann tók og spilar nú í B-deildinni þar í landi. „Þetta var svona síðasti sénsinn, aðeins að kreista aðeins meira út úr þessum ferli. Þetta er það skemmtilegt að það er erfitt að hætta í þessu,“ sagði Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira