Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2018 18:44 Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún. Neytendur Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún.
Neytendur Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira