Gríðarlegir hagsmunir við vigtun sjávarafla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. september 2018 18:30 Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Fiskvinnslur geta náð inn umtalsverðum fjármunum með því að gefa upp of stóran hluta af afla sem ís við vigtun. Þetta getur þýtt að útgerð, sjómenn og ríkisvaldið verði af miklum verðmætum. Sviðstjóri hjá Fiskistofu segir að með auknu eftirliti hafi orðið mikill árangur í þessum málum síðustu ár. Með breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna árið 2017 var Fiskistofu veitt heimild til aukins eftirlits með vigtun sjávarafla. Fram kom að ef kæmi í ljós við eftirlit verulegt frávik á hlutfalli íss í afla skips miðað við meðaltal íshlutfalls í fyrri löndunum ætti Fiskistofa að fylgjast með allri vigtun viðkomandi í allt að sex vikur. Þorsteinn Hilmarsson sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að fyrir tveimur árum hafi mælst mikill munur á ísprósentu. „Þá sýndi það sig að það gat verið allt að þrjátíu prósenta minni ís þegar eftirlitsmaður var viðstaddur en þegar hann var það ekki,“ segir Þorsteinn. Hann segir að með breytingu á lögunum sem heimiluðu meira eftirlit hafi þetta breyst til batnaðar. „Frá því á síðasta ári hefur mestur munurinn verið um sex til átta prósent. Þá er dreifingin nálægt því að vera í núllinu þar sem sumir eru undir og sumir yfir. Við teljum okkur því sjá ágætis árangur,“ segir hann. Fiskistofa birtir vigtuni aflans á 2 mánaða fresti á vef sínum. Gögn stofnunarinnar á vigtun þorsks frá mars til apríl í ár sýna mismun á milli vigtanna hjá níu aðilum. Samtals getur verið um að ræða aflaverðmæti uppá ríflega tuttugu og fjórar milljónir króna fyrir þennan tíma samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn segir að mismunurinn geti haft eðlilegar skýringar. „Ég tek það skýrt fram að það geta verið alveg eðlilegar skýringar á mismunandi ísprósentu og við könnum það alltaf. En freistingin kann að vera sú að telja hluta af aflanum sem ís og þá fær vinnslan ákveðinn afla sem ekki skráist sem slíkur. Ef svo er þá verður útgerðin af því, sjómenn og ríkisvaldið. Hann segir mikilvægt að fylgjast með því um gríðarlega fjármuni geti verið um að ræða. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Kar af fiski lítur ekki út fyrir að vera einhver rosalegur fjársjóður en þarna eru mikil verðmæti og þess vegna er það okkar hlutverk að fylgjast með að rétt sé að þessu staðið,“ segir Þorsteinn að lokum.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira