Bílabylting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. september 2018 07:00 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun