Útlit fyrir að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum Fjarðabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2018 07:45 Frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð. Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira
Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum Sjá meira