Spánverjarnir hringdu auðvitað í Saul Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 15:30 Saul Niguez. Vísir/Getty Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Margir Spánverjar höfðu örugglega miklar áhyggjur af miðju spænska landsliðsins eftir að landsliðsskór Andres Iniesta og David Silva fóru upp á hillu í sumar. En ekki lengur. Ný stjarna fæddist í fyrstu landsleikjunum eftir þessi kynslóðarskipti en þar er á ferðinni miðjumaður sem helsti sérfræðingur um spænska boltann, Guillem Balague, segir að muni verða næsta stórstjarna spænska fótboltans. BBC segir frá. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi í sumar var mjög vandræðaleg fyrir spænska landsliðið, þar sem þjálfarinn var rekinn tveimur dögum fyrir fyrsta leik og liðið datt síðan út strax í sextán liða úrslitum. Eftir HM tók Luis Enrique við þjálfun liðsins og Spánverjar unnu Englendinga á Wembley (2-1) og 6-0 stórsigur á silfurliði Króata í fyrstu tveimur leikjunum undir hans stjórn. Guillem Balague ræddi stöðuna á spænska landsliðinu í hlaðvarpi BBC Radio 5 live. Hann var mjög hrifinn af nýja manninum á miðju Spánverja sem er hinn 23 ára gamli Saul Niguez. Saul Niguez and Luis Enrique's impact on Spain's new era - BBC Sport https://t.co/6tkhRw3Fpj — Spain report (@Spainreport) September 13, 2018 Saul Niguez hefur leikið með aðalliði Atlético Madrid undanfarin fjögur tímabil en var aðeins búinn að spila 10 landsleiki fyrir leikina á móti Englandi og Króatíu. Saul Niguez skoraði í þeim báðum, jafnaði fyrst metin í 2-1 sigri á Englandi og skoraði síðan fyrsta markið í stórsigrinum á Króötum. Þetta voru hans fyrstu landsliðsmörk. Balague er á því að Saul Niguez geti orðið besti miðjumaður Evrópu. „Saul er með allt til þess að spila í þessu agressíva kerfi sem Dirego Simone er með hjá Atletico en hann er líka með hæfileikana fyrir Barcelona kerfið þar sem hann er með mjög góðar sendinga líka,“ sagði Guillem Balague. „Við höfum aldrei átt svona miðjumann. Loksins er fólk búið að átti sig á því hversu hæfileikaríkur hann er,“ sagði Guillem Balague. „Þegar hann var 18 ára gamall var Everton boðið hann en þeir sögðu nei. Þegar hann var 20 ára gamall þá gat Manchester United líka fengið hann en þeir sögðu líka nei takk. Ég held að á næstu árum verðum við að tala um hann sem einn af þeim bestu ef ekki besta miðjumann Evrópu,“ sagði Guillem Balague. Barcelona are preparing an eye-watering bid for Spanish sensation Saul Niguez. But any club wanting to buy him must pay Atletico his ridiculously expensive release clause - it's almost a quarter of a billion Australian dollars! RUMOUR MILL: https://t.co/kML3QlCPtz pic.twitter.com/4ewvItlzQ7 — FOX Sports Football (@FOXFOOTBALL) September 14, 2018 „Hann getur spilað leikstíl Simeone án bolta og er fljótur að setja pressu á liðin. Hann er líka góður í leikstíl Barcelona ef hann þyrfti að spila þar enda öflugur í snöggum nákvæmum sendingum. Hann hefur líka hæfileikana til að koma með flott hlaup inn á teiginn eins og hann sýndi í markinu sínu á móti Króatíu. Við erum þarna með allt í einum leikmanni,“ sagði Balague. Allt gott tekur enda eins og Andres Iniesta hjá spænska landsliðinu og Walter White í Breaking Bad. Þá er alltaf best að hringja í Saul.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira