Segja að eitrað hafi verið fyrir liðsmanni Pussy Riot Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2018 08:44 Pjotr Verzilov var einn þeirra sem ruddist inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM í fótbolta var spilaður í Moskvu í sumar. Vísir/Getty Pjotr Verzilov, liðsmaður rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot og einn ábyrgðarmanna fréttasíðunnar Mediazona, dvelur nú á sjúkrahúsi í Moskvu og er ástand hans sagt alvarlegt. Guardian greinir frá þessu. Samkvæmt upplýsingum fréttasíðunnar Meduza á hann að hafa misst sjónina og talgetu og telja vinir Verzilov að eitrað hafi verið fyrir honum. Veronika Nikulsjina, kærasta Verzilov og sömuleiðis liðsmaður Pussy Riot, segir að læknar hafi ekki verið með nein skýr svör hvað hafi gerst, en að Verzilov hafi verið fluttur í skyndi á eiturefnadeild sjúkrahúss í höfuðborginni. „Læknirinn sagði bara að ástand hans væri alvarlegt, en að vísbendingar séu um betri líðan og að hann sýni nú viðbrögð þegar hann heyrir nafn sitt,“ segir Nikulsjina. Ruddust inn á völlinn Nikulsjina og Verzilov voru í hópi fjögurra sem voru handtekin eftir að hafa ruðst inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata var spilaður á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi í sumar. Fjórmenningunum var sleppt úr fangelsi í lok júlí, þegar þau höfðu afplánað hálfs mánaða dóm fyrir uppátækið. Rússland Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag. 30. júlí 2018 23:21 Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Liðsmönnum Pussy Riot sleppt Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt. 1. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Pjotr Verzilov, liðsmaður rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot og einn ábyrgðarmanna fréttasíðunnar Mediazona, dvelur nú á sjúkrahúsi í Moskvu og er ástand hans sagt alvarlegt. Guardian greinir frá þessu. Samkvæmt upplýsingum fréttasíðunnar Meduza á hann að hafa misst sjónina og talgetu og telja vinir Verzilov að eitrað hafi verið fyrir honum. Veronika Nikulsjina, kærasta Verzilov og sömuleiðis liðsmaður Pussy Riot, segir að læknar hafi ekki verið með nein skýr svör hvað hafi gerst, en að Verzilov hafi verið fluttur í skyndi á eiturefnadeild sjúkrahúss í höfuðborginni. „Læknirinn sagði bara að ástand hans væri alvarlegt, en að vísbendingar séu um betri líðan og að hann sýni nú viðbrögð þegar hann heyrir nafn sitt,“ segir Nikulsjina. Ruddust inn á völlinn Nikulsjina og Verzilov voru í hópi fjögurra sem voru handtekin eftir að hafa ruðst inn á völlinn þegar úrslitaleikur Frakka og Króata var spilaður á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi í sumar. Fjórmenningunum var sleppt úr fangelsi í lok júlí, þegar þau höfðu afplánað hálfs mánaða dóm fyrir uppátækið.
Rússland Andóf Pussy Riot Tengdar fréttir Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag. 30. júlí 2018 23:21 Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Liðsmönnum Pussy Riot sleppt Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt. 1. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Pussy Riot-liðar handteknir strax aftur Fjórir liðsmenn hópsins voru fangelsaðir í fimmtán daga fyrir að hlaupa inn á völlinn á úrslitaleik HM. Þeir voru handteknir aftur þegar þeir hugðust yfirgefa fangelsið í dag. 30. júlí 2018 23:21
Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59
Liðsmönnum Pussy Riot sleppt Fjórum liðsmönnum rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot sem ruddust inn á völlinn þegar úrslitaleikur HM stóð yfir um miðjan síðasta mánuð hefur nú verið sleppt. 1. ágúst 2018 15:43