Kjartan Kjartansson tilnefndur til Fjölmiðlaverðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2018 18:33 Framræst votlendi losar um 73% af öllum gróðurhúsalofttegundum á Íslandi á ári. Áskell Þórisson Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 er einn þriggja sem tilnefndur er til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kjartan er tilnefndur fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Auk Kjartans eru tilnefnd þau Sunna Ósk Logadóttir og teymið Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson. Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir umfjöllun um loftslagsmál Kjartan hefur á tímabilinu fjallað á vandaðan og upplýsandi hátt um brýnasta umhverfismál samtímans: loftslagsmál. Í umfjöllun sinni hefur Kjartan flutt fréttir og skrifað greinar um hinar ýmsu hliðar loftslagbreytinga, varpað ljósi á nýjar rannsóknir og sett í samhengi við íslenskar aðstæður. Umfjöllunin hefur verið stöðug og umfangsmikil á tímum mikilla breytinga í íslenskri fjölmiðlun. Kjartani er lagið að útskýra áhrif loftslagsbreytinga á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Með umfjöllun sinni hefur hann vakið athygli á loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélag og umhverfi á Íslandi og í heiminum öllum.Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir greinaflokkinn Mátturinn og dýrðinSunna Ósk fjallar í greinaflokknum Mátturinn og dýrðin sem birtist í Morgunblaðinu í september 2017 um togstreitu nýtingar og náttúruverndar. Sérstaklega er fjallað um virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi. Sunna Ósk fjallar af vandvirkni og næmni um mál sem er umdeilt og vakið hefur heitar tilfinningar. Hún leitar víða fanga og veltir upp ólíkum sjónarmiðum í umfjöllun sinni. Sunna Ósk tengir tölulegar staðreyndir, skýringarmyndir og viðhorf saman á áhugaverðan hátt fyrir lesandann og gefur heildstæða og yfirgripsmikla mynd af þeim hagsmunum og sjónarmiðum náttúrverndar og náttúrunýtingar sem vegast á.Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúruTómas og Ólafur hafa á árinu nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til að fjalla um íslenska náttúru, friðun og verðmæti náttúruminja. Þeir hafa heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér til hins ítrasta möguleika samfélagsmiðla til að koma þessu efni á framfæri. Þeir hafa afhent fjölmiðlum efnið til afnota og þannig náð til enn stærri hóps lesenda og áhorfenda. Með því hafa þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, s.s. fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum.Dómnefnd skipa Jón Kaldal, Ragna Sara Jónsdóttir, formaður og Valgerður Anna Jóhannsdóttir Fjölmiðlalög Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2 er einn þriggja sem tilnefndur er til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða mánudaginn 17. september í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kjartan er tilnefndur fyrir umfjöllun sína um loftslagsmál. Auk Kjartans eru tilnefnd þau Sunna Ósk Logadóttir og teymið Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson. Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi:Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi.Kjartan Kjartansson, blaðamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fyrir umfjöllun um loftslagsmál Kjartan hefur á tímabilinu fjallað á vandaðan og upplýsandi hátt um brýnasta umhverfismál samtímans: loftslagsmál. Í umfjöllun sinni hefur Kjartan flutt fréttir og skrifað greinar um hinar ýmsu hliðar loftslagbreytinga, varpað ljósi á nýjar rannsóknir og sett í samhengi við íslenskar aðstæður. Umfjöllunin hefur verið stöðug og umfangsmikil á tímum mikilla breytinga í íslenskri fjölmiðlun. Kjartani er lagið að útskýra áhrif loftslagsbreytinga á aðgengilegan hátt fyrir almenna lesendur. Með umfjöllun sinni hefur hann vakið athygli á loftslagsmálum og áhrifum þeirra á samfélag og umhverfi á Íslandi og í heiminum öllum.Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu fyrir greinaflokkinn Mátturinn og dýrðinSunna Ósk fjallar í greinaflokknum Mátturinn og dýrðin sem birtist í Morgunblaðinu í september 2017 um togstreitu nýtingar og náttúruverndar. Sérstaklega er fjallað um virkjunaráform á Vestfjörðum og áhrif þeirra á staðbundið samfélag og umhverfi. Sunna Ósk fjallar af vandvirkni og næmni um mál sem er umdeilt og vakið hefur heitar tilfinningar. Hún leitar víða fanga og veltir upp ólíkum sjónarmiðum í umfjöllun sinni. Sunna Ósk tengir tölulegar staðreyndir, skýringarmyndir og viðhorf saman á áhugaverðan hátt fyrir lesandann og gefur heildstæða og yfirgripsmikla mynd af þeim hagsmunum og sjónarmiðum náttúrverndar og náttúrunýtingar sem vegast á.Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fyrir myndefni, upplýsingar og greinaskrif um íslenska náttúruTómas og Ólafur hafa á árinu nýtt fjölmiðla og samfélagsmiðla til að fjalla um íslenska náttúru, friðun og verðmæti náttúruminja. Þeir hafa heimsótt fjölmarga staði og sótt þangað nýtt efni, bæði ljósmyndir og myndskeið og nýtt sér til hins ítrasta möguleika samfélagsmiðla til að koma þessu efni á framfæri. Þeir hafa afhent fjölmiðlum efnið til afnota og þannig náð til enn stærri hóps lesenda og áhorfenda. Með því hafa þeir haft bein áhrif á að lítt þekktar náttúruperlur, s.s. fossaröð á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði Hvalárvirkjunar, hafa komist í almenna umræðu. Umfjöllun þeirra er lýsandi fyrir þær breytingar sem orðið hafa á umhverfi fjölmiðla, þar sem efni kemur í auknum mæli frá almenningi fremur en sérhæfðu fréttafólki eða ljósmyndurum.Dómnefnd skipa Jón Kaldal, Ragna Sara Jónsdóttir, formaður og Valgerður Anna Jóhannsdóttir
Fjölmiðlalög Umhverfismál Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00 Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45 Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Bráðnun jökla léttir þrýstingi af eldstöðvum sem gætu orðið virkar eftir því sem áhrif loftslagsbreytinga halda áfram að koma fram. 11. júní 2018 11:00
Endurheimt votlendis gagnast takmarkað gagnvart Parísarmarkmiðunum Ísland þyrfti að jafna út losun frá framræstu landi síðasta rúma áratuginn áður en hægt væri að nýta endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð gagnvart Parísarsamkomulaginu. Jafnvel þá væri aðeins hægt að nýta endurheimtina að litlu leyti. 14. febrúar 2018 14:45
Mengandi bílar myndu hækka mest í verði með nýjum mengunarstaðli Rafbílar hækkuðu ekki í verði ef mengunarstaðall sem vörugjöld á bíla eru miðuð við yrði gerður strangari. Bílgreinasambandið hefur varað við verðhækkunum á nýjum bílum. 24. maí 2018 10:00