Hann viðurkennir að frammistaðan í 6-0 tapinu á móti Sviss hafi ekki verið ásættanleg en að allt annað hafi verið uppi á teningnum á móti Belgíu í gærkvöldi sem hann bendir réttilega á að er eitt besta landslið heims.
Strákarnir okkar töpuðu fyrstu tveimur leikjunum undir stjórn Eriks Hamrén með markatölunni 9-0 eftir 6-0 tap í Sviss og svo 3-0 tap á Laugardalsvellinum í gær.
Sýnum skilning og þolinmæði. Frammistaðan var ekki ásættanleg gegn Sviss en mun betri gegn Belgíu. Einu besta landsliði heims.Meiðsli hrjá okkur en við munum koma sterkir til baka. Stöndum þétt saman. #FyrirIsland#fotboltinet
— Guðni Bergsson (@gudnibergs) September 12, 2018
„Sýnum skilning og þolinmæði. Frammistaðan var ekki ásættanleg gegn Sviss en mun betri gegn Belgíu. Einu besta landsliði heims.Meiðsli hrjá okkur en við munum koma sterkir til baka. Stöndum þétt saman,“ segir Guðni á Twitter-síðu sinni í morgun.
Strákarnir eru í slæmri stöðu í Þjóðadeildinni en liðið á eftir heimaleik gegn Sviss og útileik gegn Beglíu. Líkurnar á að íslenska liðið haldi sæti sínu í A-deildinni eftir töpin tvö eru því miður ekki miklar.