Matarinnkaupin með flugi eftir að búðinni var lokað Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2018 22:00 Eva Sigurbjörnsdóttir í Djúpuvík er oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Einu matvöruverslun Árneshrepps var lokað í dag. Enn eitt áfallið, segir oddvitinn, sem vill freista þess að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi, enda lokast vegurinn vikum saman á veturna. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Ólafur Valsson dýralæknir var búinn að reka verslunina í tæpt ár en tilkynnti íbúum í síðustu viku að henni yrði lokað. „Það er enn eitt áfallið,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Að vísu er þetta ekkert komið mikið í hámæli en ég er samt búin að fá fyrirspurn um búðina. Þannig að við erum nú ekki alveg heillum horfin.“Frá Norðurfirði á Ströndum. Verslunin er ofan hafnarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Síðustu daga hafa vörur verið seldar með allt að 50 prósenta afslætti. „Það er náttúrlega orðið svo fátt fólk hérna að það er ekki hægt að setja á stofn nýtt fyrirtæki til að þjóna þessu, eins og með verslun. Það er bara sannleikurinn í því,“ segir Gunnsteinn Gíslason, sem var oddviti og kaupfélagsstjóri í yfir þrjátíu ár. Í Árneshreppi er staðan þó erfiðari en hjá flestum öðrum því úr Norðurfirði eru um eitthundrað kílómetrar í næstu verslun, á Drangsnesi eða Hólmavík. Þá er vegurinn svo slæmur að Vegagerðin heldur ekki uppi snjómokstri yfir háveturinn.En hvernig verður þá með aðdrætti fyrir íbúana í vetur að sækja sér matvörur? „Einhverntímann fóru menn gangandi yfir fjöll,“ svarar Gunnsteinn kíminn. „Ég held að það takist í sjálfu sér. Það er flogið á veturna og opið í Hólmavík. En þetta er bara slæm staða,“ segir Gunnsteinn. Hreppsnefnd Árneshrepps hefur í bréfi til íbúa meðal annars viðrað þann möguleika að semja við verslanir í Reykjavík um að senda vörur með flugi. Úr versluninni í Norðurfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það eru önnur sveitarfélög sem hafa lent í sama barningi eins og við, að hafa ekki opna búð. Það er bara mjög óásættanlegt fyrir öll samfélög að hafa ekki búð. Þannig að fólk hefur verið að nota ýmsar aðferðir. Það er eitthvað sem við þurfum líka að kynna okkur og vita hvað hefur virkað hjá þeim, til þess að við þurfum ekki að vera að finna upp hjólið. Og við ætlum bara að gera það núna í rólegheitum. Vonandi tekst okkur bara að panta vörur á meðan. Það er enginn vandi í sjálfu sér, sko,“ segir Eva. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Neytendur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira