Segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sig afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 14:03 Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Guðjón Skarphéðinsson, einn af sakborningum í Guðmundar og Geirfinnsmálunum, segir það fallegt af forsætisráðherra að biðja sakborninga afsökunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún bað sakborninga þessa máls, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa átt um sárt að binda vegna málsins, afsökunar. Gerði Katrín það vegna dóms Hæstaréttar Íslands um að sýkna fimm karla af ákæru um að hafa banað Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni árið 1974. Guðjón var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar árið 1980 þegar dómarar komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði tekið þátt í að bana Geirfinni árið 1974. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, veitt Guðjóni uppreist æru vegna dómsins árið 1995. Guðjón sat í fangelsi í fjögur og hálft ár auk þess sem hann var vistaður í einangrun svo mánuðum skipti vegna rannsóknar málsins. „Það er ljómandi fallegt af forsætisráðherra, enda væn stúlka,“ segir Guðjón í samtali við Vísi um afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Guðjón var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í gær þar sem hann var sýknaður. Hann starfar sem sóknarprestur og var önnum kafinn við að semja ræðu sem hann mun flytja á morgun þegar hann gefur par saman. Guðjón segist ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Það var mál til komið að rétturinn kvæði upp úr með það.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19 Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. 28. september 2018 12:19
Allir sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum Hæstiréttur sýknaði í dag þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn Skaftason af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. 27. september 2018 14:04