Ólga í Umhyggju Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 17:00 Ragna K. Marinósdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún vildi ekki tjá sig um afsögn stjórnarmeðlima. Fréttablaðið/Stefán Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent