Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2018 12:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira