Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2018 12:09 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga í samkvæmi á síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.Málið má rekja til þess að í febrúar á síðasta ári voru lögreglumenn kallaðir að íbúð í Reykjavík vegna hávaða úr íbúð á efri hæð hússins. Þar hafi samkvæmi staðið yfir í lengri tíma. Í fyrstu lofuðu þeir sem stóðu fyrir veislunni að lækka í hávaðanum.Það loforð stóð hins vegar stutt þar sem skömmu síðar var lögregla aftur kölluð á vettvang vegna hávaða úr íbúðinni. Þá komu sex lögreglumennn á vettvang. Ræddu veislugestir við lögreglu úr glugga á efri hæð hússins þar sem þeir neituðu að opna hurðina.Segir í skýrslu lögreglu að mennirnir hafi verið mjög ókurteisir við lögreglu en þó lofað að lækka aftur í tónlistinni. Þegar lögregla ætlaði að yfirgefa vettvang hrækti einn veislugestanna í tvígang á lögreglumann út um gluggann á íbúðinni.Lentu báðir hrákarnir á lögreglumanninnum sem þá krafðist þess að þeir opnuðu hurðina. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið og síðar ákærður fyrir að hafa ráðist með ofbeldi eða hótunum á opinberan starfsmann við störf. Lögreglumenn lenda í ýmsu á vaktinni líkt og þetta mál sýnir.Vísir/VilhelmÞvertók fyrir að hafa ætlað sér að hitta lögreglumanninn Fyrir dómi viðurkenndi maðurinn að hafa hrækt út um gluggann. Svo virðist hins vegar sem hann hafi séð mikið eftir því þar sem hann bar vitni um að hrákarnir hefðu verið fáranleg viðbrögð og bæði „sóðalegt og barnalegt“ athæfi, hann hafi þó verið ósáttur við lögregluna umrætt kvöld. Hann neitaði þó því að hafa miðað á lögreglumanninn og taldi hann útilokað að hrákarnir hafi getað lent á lögreglumanninum, glugginn væri þannig úr garði gerður að aðeins væri hægt að hrækja beint niður, lögreglumaðurinn hafi ekki verið staðsettur þar undir.Lögreglumaðurinn sem mátti þola það að hrækt hafi verið á hann sagðist fyrir dómi ekki vera í vafa um annað en að maðurinn hafi verið að reyna að miða á sig.Ámælisverð hegðun og algjört virðingarleysi gagnvart nágrönnum og lögreglu Í niðurstöðu héraðsdóms má lesa að dómari taldi sig þurfa að fara á vettvang hrákanna til þess að meta aðstæður og leiddi sú skoðun í ljós að „hæglega er hægt að hrækja út um glugga íbúðarinnar, eins og hann er úr garði gerður“.Taldi dómari að miðað við vitnisburð lögreglumanna á vettvangi, og í ljósi þess að ekkert hafi komið fram sem rýrði sönnuargildi framburðar þeirra, að sannað væri að maðurinn hefði hrækt á lögreglumanninn og að hann hafi ætlað sér að hæfa lögreglumanninn, framburður mannsins um annað væri ótrúverðugur.Segir í dóminum að þrátt fyrir að hegðun mannsins hafi „verið ámælisverð og beri vott um algjöra óvirðingu og skeytingarleysi gagnvart annars vegar nágrönnum og hins vegar lögreglu“, telji dómurinn að miðað við dómafordæmi ætti að heimfæra ætti háttsemi mannsins undir 234. grein almennra hegningarlaga, sem fjallar um að hver sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, skuli sæta sektum eða fangelsi, en ekki brot gegn valdstjórninni líkt og maðurinn var ákærður fyrir.Var hann því sýknaður af ákærunni þar sem í málinu aðeins var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni. Þarf íslenska ríkið einnig að greiða málsvarnarlaun verjanda mannsins, alls 611 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira