Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. september 2018 12:23 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/ÞÞ „Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
„Við höfum hafið undirbúning að stefnu til Félagsdóms. Við teljum að þetta sé gróft brot á kjarasamningi,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, innt eftir því hver staðan sé á málum flugfreyja vegna ákvörðunar Icelandair um að þær skuli aðeins vinna fullt starf. Berglind segir um að ræða baráttu sem félagið hafi ekki þurft að standa áður í. Flugfreyjufélag Íslands hefur sent félögum sínum bréf þar sem ákvörðun Icelandair var fordæmd. Að sögn Berglindar kemur einnig fram í bréfinu að fyrirhuguðum uppsögnum sé mótmælt harðlega og skorað er á Icelandair að endurskoða ákvörðun sína. Þá er undirbúningur stefnu til Félagsdóms einnig útlistaður í bréfinu. Auk þess eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að fyrirtækið hyggist eingöngu beina umræddum aðgerðum að einum hópi fyrirtækisins. Þannig telja flugfreyjur að um sé að ræða brot á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. „Þetta mun hafa gífurleg áhrif á þessa félagsmenn sem um ræðir. Við munum leita allra leiða til að standa við bakið á okkar félagsmönnum og koma í veg fyrir að af þessu verði,“ segir Berglind.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonKjaramál flugfreyja hafa oft verið til umræðu en Berglind segir aðspurð að félagið hafi ekki þurft að glíma áður við aðgerðir á borð við þær sem Icelandair hyggst beita. „Ekki svona aðgerðir, nei. Það hefur komið til fjöldauppsagna en ekki af þessum toga þar sem er gengið svona hart að félagsmönnum.“ Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sagði í samtali við Vísi í gær að alls verði 118 flugfreyjum í hlutastarfi boðið fullt starf. Verði það ekki þegið verði gengið frá starfslokum viðkomandi. Um sé að ræða aðgerðir til að lækka launakostnað fyrirtækisins.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44