Gylfi fyllti fimm tugina með draumamarki Ingvar Þór Björnsson skrifar 8. október 2018 07:00 Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Vísir/Getty Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Markasafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er sennilega álíka tilkomumikið og skartgripasafn Bretadrottningar. Og hann bætti enn einu djásninu í safnið þegar hann skoraði sigurmark Everton gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þegar 13 mínútur voru til leiksloka, í stöðunni 1-1, fékk Gylfi boltann á miðjum vallarhelmingi Leicester. Hann sneri laglega á James Maddison og lét síðan vaða af löngu færi. Gullfóturinn brást ekki og boltinn söng í skeytunum fjær. Þetta var nítjánda markið sem Gylfi skorar með skoti fyrir utan vítateig síðan hann byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni. Á þeim tíma hefur enginn skorað fleiri mörk fyrir utan teig en hann. „Þetta er klárlega eitt af mínum bestu mörkum. Það kom á mikilvægum tíma. Þetta var mjög gott mark sem ég er hæstánægður með,“ sagði Gylfi eftir sigurinn á King Power-vellinum. Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa í hástert eftir leikinn á laugardaginn. „Þetta var stórkostlegt augnablik hjá Gylfa. Hann skoraði og sýndi hversu góður hann er í svona stöðum. Skotið var frábært. Markið tryggði okkur sigur sem mér fannst við eiga skilið,“ sagði portúgalski stjórinn. „Ég veit hversu góður Gylfi er. Það er gott ef þú getur búið til leikstíl sem hentar leikmönnum eins og honum. Hann leggur hart að sér og undirbýr sig á hverjum degi til að geta spilað af þessum krafti. Þetta snýst ekki bara um það sem hann gerir með boltann heldur einnig hvað hann gerir og hvernig hann vinnur þegar við erum ekki með hann.“ Markið á móti Leicester var fimmtugasta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði 55 mörk í ensku úrvalsdeildinni; 54 fyrir Chelsea og eitt fyrir Tottenham. Miðað við hvernig Gylfi hefur byrjað tímabilið verður þess ekki langt að bíða að hann slái met Eiðs Smára. Gylfi hefur nú þegar skorað fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni, jafn mörg og hann gerði á síðasta tímabili. Gylfi hefur alls skorað átta mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Everton, jafn mörg og hann gerði fyrir Tottenham á árunum 2012-14. Meðan hann lék með Swansea City (2012 og 2014-17) skoraði Gylfi 34 mörk. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni auk þess að vera sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir liðið (29.). Gylfi hefur í heildina gefið 37 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni. Í 217 leikjum í þessari erfiðu deild hefur hann því komið með beinum hætti að 87 mörkum.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira