Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að afar margir hafi haft samband við lögreglu vegna málsins enda virðist svikapóstaárásin vera afar vel skipulögð. Þeir sem hafi smellt á umrædda hlekki og lent í að tölvur þeirra smitist, er bent á að slökkva á tölvum þegar í stað.
Svikapóstur er látinn líta út fyrir að koma frá lögreglunni sjálfri og virðist hafa farið víða. „Við biðjum fólk að opna póstinn alls ekki, en hann kemur að sjálfsögðu ekki frá lögreglu. Slóðin sem fólk er beðið að opna er stafsett svipað og vefsvæði lögreglu, en er annar vefur og er mögulega sýktur af vírus. Mikilvægt að sem flestir vari sig á þessu og opni alls ekki slóð eða viðhengi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Sjá má umræddan svikapóst að neðan.
