Árangursríkt samstarf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. október 2018 07:00 Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurslóðasamstarfið er okkur afar mikilvægt. Ein helsta ástæðan er sú bráðnauðsynlega samvinna sem fram þarf að fara ef takast á að hægja á hlýnun jarðar og sýna þann viðnámsþrótt frammi fyrir alls kyns breytingum sem henni fylgja. Samstarfið kostar bæði fé og tíma en sú fjárfesting skilar sér margföld til baka. Samstarfið fer fram á margvíslegum nótum og nær yfir flest öll svið mannlífsins. Vettvangurinn er Vestnorræna ráðið (Færeyjar, Grænland og Ísland), hið gamalgróna Norðurlandaráð, Norðurskautsráðið (á ríkisstjórnarstigi) og Þingmannaráðstefna norðurslóða. Auk þess má nefna stofnanir á borð við Háskóla norðurslóða (200 stofnanir) og vísindarannsóknasamstarf og ýmislegt annað. Þegar þetta var skrifað í Inari í Samalandi Finnlands var nýlokið ráðstefnu okkar þingmanna norðurslóða sem stóð í þrjá gefandi daga. Íslenska sendinefndin samanstendur af þremur þingmönnum í eiginlegu þingmannanefndinni, fyrir utan mig, þeim Líneik Önnu Sævarsdóttur og Birni Leví Gunnarssyni, auk þess Guðjóni S. Brjánssyni frá Vestnorræna-ráðinu, Oddnýju G. Harðardóttur frá Norðurlandaráði, alþjóðaritaranum Örnu Bang og Sigurði Ólafssyni, framkvæmdastjóra Vestnorræna-ráðsins. Hlutverk ráðstefnunnar er að vinna, samþykkja og leggja fram tillögur til ráðherranefndar Norðurskautsráðsins sem mörg dæmi eru um að teknar hafa verið upp til framkvæmda af ráðinu, til dæmis stofnun ráðsins sjálfs fyrir allmörgum árum og Háskóla norðurslóða. Þingmannaráðstefnan er 25 ára um þessar mundir. Ólíkt því sem víða gerist í alþjóðasamvinnu er mjög góður andi á fundum og ráðstefnum þingmanna, jákvæð samvinna með löndum á borð við Rússland, Kanada og fulltrúum Færeyja og Grænlands í gegnum danska þjóðþingið. Þetta á líka við um Bandaríkin en því miður hafa stjórnvöld þar tónað þátttökuna niður og nú var enginn bandarískur fulltrúi á ráðstefnunni. Um 40 tillögur voru einróma samþykktar í fjórum flokkum: Stafrænar norðurslóðir, veðurfarsbreytingar og áhrif þeirra, samfélagsábyrgð fyrirtækja og velferð þegnanna. Þær berast nú 8 ríkisstjórnum, Evrópuráðinu, frumbyggjasamtökum og Norðurskautsráðinu. Íslensku tillögunum var vel tekið (alls 8 talsins) og fengu allar gott brautargengi.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar