Rukkað fyrir klósettferðir í Borgarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2018 15:19 N1 áætlar að um 400 þúsund manns stoppi gagngert til að nýta sér salernin í versluninni í Borgarnesi. Aðsend Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin. Neytendur Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin.
Neytendur Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira