Conor: Khabib flúði því hann er skíthræddur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2018 23:15 Þeir horfðust ekki í augu í kvöld en gera það á morgun. vísir/getty Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Blaðamannafundur UFC í kvöld var ansi sérstakur enda var Khabib Nurmagomedov farinn heim áður en Conor McGregor mætti á fundinn. Írinn hefur haft þann leiða vana að mæta allt of seint á blaðamannafundi. Khabib lét ekki bjóða sér það og lét hefja fundinn á slaginu 22.00. „Ég þarf ekki að bíða eftir neinum. Það átti að hefjast fundur klukkan 22.00 og ég er mættur. Ég er með dagskrá og þarf að fara aftur heim og klára niðurskurðinn,“ sagði Khabib fyrir framan fjölda áhorfenda sem bauluðu á hann af öllu afli. Það leyndi sér ekki að Rússinn var mjög pirraður á fundinum. Hann sagði líka að þessi bardagi snérist um meira en eitt belti. „Ég mun ekki taka í hendina á honum eftir bardagann. Sama hvernig þetta fer. Þetta er ekki bara bardagi um titil. Þetta er persónulegt fyrir mig,“ sagði Khabib reiður og yfirgaf svæðið eftir fimmtán mínútur. Þá stóð Dana White, forseti UFC, eftir einn á sviðinu en blaðamenn voru duglegir að dæla á hann spurningum á meðan beðið var eftir Conor. Það þurfti ekki að bíða lengi því Conor var mættur klukkan 22.27. Betra en á síðasta fundi er hann var 41 mínútu of seinn. Hann var að sjálfsögðu með flösku af Proper Twelve vískí við hönd. „Ég er ekki hissa á því að þessi rotta hafi flúið. Hann er skíthræddur við mig og alla Írana í stúkunni,“ sagði Conor eldhress en hann var í óvenju góðu skapi miðað við niðurskurð. Leit vel út og virðist tilbúinn. Eins og við mátti búast fór hann um víðan völl. Sagðist ráða við þyngri menn í glímu en Khabib. Svo drullaði hann yfir umboðsmann Khabib sem er uppljóstrari. „Ég skil ekki einu sinni hvernig sá drullusokkur fær yfir höfuð að vera í Bandaríkjunum. Heiðarlegt fólk frá Írlandi stendur í stappi að komast hingað en á meðan gengur þessi uppljóstrari laus,“ sagði Conor og tók undir orð Khabib að þetta væri mjög persónulegur bardagi. „Það verður aldrei friður og þessi bardagi breytir engu um það.“ Conor sagðist síðan búast við því að þéna um 50 milljónir dollara fyrir bardagann en útlit er fyrir að yfir 2 milljónir munu kaupa sér áskrift að bardaganum. Sjá má blaðamannafundinn hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30 Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45 Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00 Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15 Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00 Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Eins og við mátti búast fór Conor McGregor mikinn á blaðamannafundi sínum með Khabib Nurmagomedov í kvöld. Conor mætti með vískíið sitt, fékk sér í glas og bauð Khabib í glas enda á Rússinn afmæli. 20. september 2018 22:30
Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi. 3. október 2018 22:45
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas. 3. október 2018 12:00
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi. 4. október 2018 10:15
Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann. 2. október 2018 13:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti