Fjölgum hlutastörfum! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 4. október 2018 07:00 Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af því hversu fá vinnuúrræði séu í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu. Það eru ömurlegt að lesa um hvað bíður ungs fólks með þroskahömlun eftir að námi lýkur. Fólkið þarfnast þess að takast á við störf við hæfi. Raunin er sú að því er boðið upp á bið eftir „úrræðum“ eða að hanga heima sem er mjög einangrandi. Það er eins og samfélagið hafi ekki gert ráð fyrir því að fólk með fötlun geti verið fullt af krafti og vilji leggja sitt af mörkum í formi vinnu og virkrar samfélagsþátttöku. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri Samfélagið þarf að endurspegla fjölbreytni á öllum sviðum og allir geta lagt sitt af mörkum. Það orkar tvímælis að ekki hafi verið gert stórátak í að auka atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu í ljósi góðs atvinnuástands undanfarin ár. Að auki eru yfirvöld með svo stífar aðhaldskröfur á stofnanir að ekkert svigrúm er til staðar til að ráða fólk með skerta starfsgetu í hlutastörf. Í skýrslunni „Virkt samfélag“ sem Öryrkjabandalag Íslands gaf út árið 2016 kom fram að auglýst hlutastörf árið 2015 hefðu verið á bilinu 10-30%, sem er í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands, en hlutfall hlutastarfa tímabilið 2000-2015 var um 22%. Þetta hlutfall er einfaldlega of lágt sé miðað við þarfir fólks sem getur einungis sinnt hlutastarfi. Það er mikilvægt að fjölga hlutastörfum, þannig að fólk með skerta starfsgetu geti tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Fatlað fólk á að fá sömu tækifæri og aðrir til að vera þátttakendur á vinnumarkaði. Því legg ég til að fjölmennum opinberum vinnustöðum verði gert skylt að ráða ákveðið hlutfall starfsfólks með skerta starfsgetu í hlutastörf við hæfi. Þessi aðferð myndi án efa hafa jákvæð áhrif á vinnustaðinn, jákvæð áhrif á samfélagið þar sem hvert okkar skiptir máli.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar