Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar 27. febrúar 2025 10:30 Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Smæð Íslands býður bæði upp á einstök tækifæri en jafnframt áskoranir. Hún veitir okkur sveigjanleika, hraða og nánari tengsl við viðskiptalífið, sem skiptir sköpum fyrir frumkvöðla og nýsköpun. Sprotafyrirtæki njóta þess að geta prófað lausnir á litlum markaði, fengið skjót viðbrögð og lagað sig hratt að aðstæðum. Það er ómetanlegt forskot. En smæðin hefur líka sínar takmarkanir. Skortur á sérfræðiþekkingu og fjármagni getur staðið í vegi fyrir því að fyrirtæki vaxi út fyrir landsteinana. Flest nýsköpunarfyrirtæki á Íslandi eiga það sameiginlegt að langtímamarkmið þeirra er að koma á fót erlendri starfsemi til að tryggja stöðugan vöxt. Alla jafna tíðkast í hugverkaiðnaði að sprotafyrirtæki séu keypt eða tekin yfir af stærri aðilum, oftar en ekki erlendum aðilum.Þar liggja möguleikar Íslands, að styðja við íslenska frumkvöðla, veita þeim besta mögulega umhverfi sem völ er á, með það að markmiði að sprotinn nái að vaxa hratt og síðar meir fyrirtækið keypt. Þetta getur skilað umtalsverðum verðmætum inn í íslenskt hagkerfi, eins og dæmin hafa sýnt sl. ár.Hins vegar er engin trygging fyrir því að velgengni á íslenskum markaði leiði til sjálfgefins vaxtar erlendis. Fjármögnun, aðgangsstefna og sérfræðiþekking eru meðal þeirra hjalla sem þarf að yfirstíga. Til þess að íslensk sprotafyrirtæki eigi raunhæfa möguleika á alþjóðlegum árangri þarf skýra stefnu um aðgengi að fyrrnefndum þáttum. Hugverkaiðnaðurinn er ört vaxandi, en enn felast fjölmörg tækifæri í honum fyrir Ísland. Ef rétt er haldið á spilunum gæti hann orðið lykilútflutningsgrein og stuðlað að aukinni verðmætasköpun. Það krefst hins vegar þess að nýsköpunar- og rekstrarumhverfið sé skilvirkt, einfalt og styðji við þau fyrirtæki sem vilja ná lengra. Við verðum að hugsa stórt og byggja upp hagkerfi sem styður við sprota sem stefna á alþjóðlega vegferð frá upphafi. Það þýðir að regluverk þarf að vera skýrt, fjárfestar þurfa að sjá Ísland sem álitlegan valkost og tengslanet við alþjóðlega aðila þarf að vera virkt. Smæðin okkar er ekki veikleiki nema við látum hana vera það. Smæðin getur verið styrkur ef við tryggjum skilyrði sem auðvelda nýsköpun og alþjóðlegan vöxt. Við þurfum að fækka hindrunum í stað þess að reisa fleiri veggi. Nú þegar ný ríkisstjórn er að hefjast handa er brýnt að tryggja að stefna í nýsköpunar- og hugverkaiðnaði verði ekki aðeins orðin tóm heldur fylgi henni raunverulegar aðgerðir. Ef rétt er haldið á spilunum gæti Ísland orðið leiðandi í hugverkaiðnaði. En það gerist ekki af sjálfu sér. Höfundur er yfirmaður viðskiptaþróunar hjá brandr og höfundur hjá eliaslarsen.is.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun