Nýr Volvo lögreglunnar átti ekkert í þjófa á stolnum Porsche jeppa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2018 11:31 Frá vettvangi glæpsins á Kaffi kjós í nótt. Kaffi Kjós Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu. Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þrír karlar og kona á þrítugsaldri eru í haldi Lögreglunnar á Vesturlandi grunuð um innbrot, meðal annars í Kaffi Kjós í nótt. Þau óku stolnum Porsche jeppa og náðu meðal annars að stinga lögreglumenn á Akranesi af á fjórða tímanum í nótt. Áður höfðu þau hrist af sér eiganda Kaffi Kjós. Hermann Ingólfsson, bóndi í Kjós sem á og rekur Kaffi Kjós, segist hafa vaknað við tilkynningu um að þjófarvarnakerfið hafi farið í gang um þrjúleytið í nótt. Hann býr steinsnar frá kaffihúsinu og dreif sig á vettvang. Á leiðinni mætti hann Porsche jeppa á mikilli ferð. Tilraun hans til að elta jeppann uppi bar engan árangur en ökumaður jeppans steig vel á bensínið.Þjófarnir brutu neðstu rúðuna úr hurðinni og skriðu inn.Kaffi KjósÁ vergangi í Borgarnesi Hermann tilkynnti innbrotið til lögreglu sem brást við. Lögreglan á Akranesi fór neðan af Skaga og mætti jeppanum. Nýr Volvo lögreglunnar átti hins vegar engan möguleika í Porsche jeppann sem þeystist norður þjóðveginn. Lögreglan skipti nýlega út stórum hluta bílaflota síns. Kollegar Skagamannanna í Borgarnesi fundu aftur á móti ruplarana fjóra á vergangi í Borgarnesi en þau höfðu þá yfirgefið hinn kraftmikla Porsche jeppa. Honum hafði verið stolið úr fyrirtæki í höfuðborginni. Yfirheyrslur standa yfir en að sögn lögreglufulltrúa í Borgarnesi er grunur um að fjórmenningarnir hafi verið undir áhrifum vímuefna. Lögreglumenn sem voru á kvöldvakt í gær sinna skýrslutökum en allajafna væru þeir löngu farnir heim af vaktinni. Þá ætti að vera komin skýrari mynd á málið.Skriðu inn í Kaffi Kjós Fyrir liggur að þjófarnir brutust inn í Kaffi kjós með því að brjóta rúðu í útidyrahurðinni. Ekki er hægt að opna dyrnar að innan svo þeir þurftu að hreinsa út neðstu rúðuna og skríða inn. Hermann Ingólfsson segist vera orðinn hundleiður á endurteknum innbrotum í kaffihúsið sitt. Þetta var fjórða innbrotið á tuttugu árum en hann lætur þó engan bilbug á sér finna. „Nei nei, þetta er bara svona. Þetta eru aumingjans grey,“ segir Hermann sem verður með opið um næstu helgi. Þjófarnir hafi líklega aðeins haft áfengi og tóbak upp úr krafsinu.
Kjósarhreppur Lögreglumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira