Urald King, sem gekk í raðir Tindastóls frá Val í sumar, fór á kostum í sínum fyrsta mótsleik fyrir Stólana en hann skoraði 27 stig, tók átta fráköst, fiskaði fimm villur og varði tvö skot í leiknum.
King virðist smellpassa inn í lið Stólanna sem ætla sér Íslandsmeistaratitill á komandi leiktíð og þeir virðast ansi líklegir til afreka miðað við gæðin sem að liðið sýndi í gær.
Bandaríski miðherjinn átti ekki bara stórleik heldur bauð hann upp á troðslusýningu í Vesturbænum í gærkvöldi. Hann tróð fjórum sinnum með miklum látum, þar af lét hann körfuna skjálfa í tvígang með hollí hú-troðslum.
Þessa troðslusýningu Urald King má sjá hér að neðan.