Skipaður bankastjóri Danske Bank til bráðabirgða Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2018 08:53 Danske Bank hefur á síðustu mánuðum orðið miðpunktur stórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Vísir/Getty Stjórn Danske Bank skipaði í morgun Jesper Nielsen nýjan bankastjóra til bráðabirgða. Hann tekur við af Thomas Borgen sem tilkynnti um afsögn sína í síðasta mánuði eftir að upp komst að rúmlega 200 milljarðar evra, um 25 þúsund milljörðum íslenskra króna hafi flætt í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Nielsen hefur verið yfirmaður bankastarfsemi Danske Bank í Danmörku, Banking DK, en í tilkynningu frá stjórn bankans kemur fram að ráðning Nielsen sem bankastjóra sé einungis til bráðabirgða, hann muni áfram gegna sínu fyrra starfi, og sé ekki einn þeirra sem komi til greina sem næsti bankastjóri bankans. Borgen hefur nú endanlega hætt störfum sínum fyrir bankann.Jesper Nielsen.Mynd/Danske bankPeningaþvætti Danske Bank hefur á síðustu mánuðum orðið miðpunktur stórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í síðasta mánuði niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins þar sem kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti. Þó sé talið að stór hluti þeirra rúmlega 200 milljarða evra sem hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 tengist peningaþvætti. Borgen tók við störfum sem bankastjóri Danske Bank árið 2013. Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn Danske Bank skipaði í morgun Jesper Nielsen nýjan bankastjóra til bráðabirgða. Hann tekur við af Thomas Borgen sem tilkynnti um afsögn sína í síðasta mánuði eftir að upp komst að rúmlega 200 milljarðar evra, um 25 þúsund milljörðum íslenskra króna hafi flætt í gegnum útibú bankans í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Nielsen hefur verið yfirmaður bankastarfsemi Danske Bank í Danmörku, Banking DK, en í tilkynningu frá stjórn bankans kemur fram að ráðning Nielsen sem bankastjóra sé einungis til bráðabirgða, hann muni áfram gegna sínu fyrra starfi, og sé ekki einn þeirra sem komi til greina sem næsti bankastjóri bankans. Borgen hefur nú endanlega hætt störfum sínum fyrir bankann.Jesper Nielsen.Mynd/Danske bankPeningaþvætti Danske Bank hefur á síðustu mánuðum orðið miðpunktur stórs peningaþvættismáls sem er til rannsóknar yfirvalda í Eistlandi og í Danmörku. Bankinn kynnti í síðasta mánuði niðurstöður eigin rannsóknar vegna málsins þar sem kom fram að bankanum hafi ekki tekist að ná utan um hversu mikið af fjármunumum sem streymdi í gegnum útibúið í Eistlandi hafi verið hluti af ólöglegu peningaþvætti. Þó sé talið að stór hluti þeirra rúmlega 200 milljarða evra sem hafi streymt í gegnum útibúið í Eistlandi á árunum 2007 til 2015 tengist peningaþvætti. Borgen tók við störfum sem bankastjóri Danske Bank árið 2013.
Eistland Norðurlönd Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri Danske Bank hættir: Telja að 200 milljarðar evra hafi flætt í gegnum lítið útibú í Eistlandi Tomas Borgen, forstjóri Danske Bank, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem forstjóri bankans. Útlit er fyrir að 200 milljarðar evra, því sem nemur 25 þúsund milljörðum íslenskra króna, hafi flætt í gegnum lítið útibú bankans í Eistlandi. 19. september 2018 08:50