Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2018 14:31 Páll Winkel segir fangelsismálastofnun ekki græða á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu. Vísir/Anton Brink Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“ Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri hafnar því alfarið, spurður, að hann sé að reka þrælasölu og undirboð á vinnumarkaði. „Nei ég er ekki að því. Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa. Er þar helst um að ræða vinnu sem erfitt hefur verið að manna. Við erum meðvituð um að taka ekki vinnu af iðnaðarmönnum á svæðinu,“ segir Páll í samtali við Vísi.Verið að fara yfir málið innan vébanda fangelsismálastofnunarASÍ sendi frá sér í morgun yfirlýsingu þar sem því er lýst að fangar á Kvíabryggju vinni störf utan fangelsisins og þar sé um að ræða bæði undirboð á vinnumarkaði, sem eru lögum samkvæmt bönnuð auk þess sem brotin eru réttindi á föngum svo sem eru þeir ótryggðir og njóta ekki lífeyrisréttinda vegna vinnu sinnar. Í tilkynningu ASÍ kemur fram að útseld vinna leggi sig á 800 krónur á tímann en þar af fái fangarnir helming.Eru þetta þá ýkjur einar hjá ASÍ?„Yfirlýsing ASÍ er ekki vitleysa og mögulegt er að mitt fólk hafi samþykkt verkefni sem iðnaðarmenn hafa hugsanlega fengist til að vinna á einhverjum tímapunkti. Við munum tryggja að það gerist ekki aftur, hafi svo verið,“ segir Páll. Hann bætir því við að ekki sé mikið um slíka vinnu.Frá Kvíabryggju. Fangelsismálastjóri segir engan þar neyddan til að vinna og reyndar gangi þeir þar í vinnu sem engan veginn gengur að manna.visir/pjetur„Og sem stendur erum við ekki með nein slík verkefni. Ég mun fara ítarlega yfir með mínum fólki að taka ekki vinnu sem aðrir sækjast eftir. Við höfum tekið þátt í ýmsum verkefnum. Í dæmaskyni má nefna björgun uppskeru fyrir næturfrost og annað í þeim dúr. Þá er verið að bjarga verðmætum og erfitt hefur reynst að fá mannskap með litlum fyrirvara.“Enginn þvingaður í vinnuEn, hvernig kemst ASÍ þá að þeirri niðurstöðu að um lögbrot sé að ræða ef þetta er samkvæmt gjaldskrá sem Sigríður A Andersen dómsmálaráðherra gefur út?„Það er rétt að þeir skýri það.“ Páll segir engan fanga þvingaðan til vinnu og þeir geti fengið dagpeninga án vinnuframlags vilji þeir eða geti þeir ekki unnið. „Þá er mikilvægt að taka eitt atriði skýrt fram en Fangelsismálastofnun græðir ekki á að halda úti vinnu fyrir fanga. Arðsemin er engin og hagkvæmasta leiðin væri að bjóða alls ekki upp á vinnu en þá værum við jafnframt að varpa fyrir róða mikilvægum þætti í betrun fanga.“
Fangelsismál Kjaramál Tengdar fréttir Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Fangar fá 400 krónur á tímann Betrunarvinna felur í sér félagsleg undirboð og er klárt lagabrot, segir í tilkynningu frá ASÍ. 19. október 2018 10:34