Seldu fasteignina sem öskraði endurtekið á viðhald og búa nú hamingjusöm í húsbíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 11:00 Ástin snýst ekki um fermetra segja hjónakornin. Vísir Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag. Húsnæðismál Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag.
Húsnæðismál Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira